Viljayfirlýsing undirrituð um samtarf í atvinnumálum fólks með skerta starfsgetu
Þann 18. maí 2018 undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, Guðrún Sigríður Gísladóttir frá Vinnumálastofnun Vesturlands, Inga Dóra Halldórsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vesturlands, Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Þórður Már Gylfason frá Sansa veitingar ehf. viljayfirlýsingu þess efnis að kanna leiðir til samstarfs í atvinnumálum fólks með skerta starfsgetu á Akranesi. Viðstödd athöfnin voru Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra, bæjarfulltrúar og embættismenn Akraneskaupstaðar.