Fara í efni  

Fréttir

Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla

Laust starf ritara í Brekkubæjarskóla. Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 460 talsins, en starfsmenn um 100.
Lesa meira

Samráðsfundur um stöðu samgöngumála á Vesturlandi

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða upp á rafrænan samráðsfund um stöðu samgöngumála á Vesturlandi, miðvikudaginn 3. mars frá kl. 15-17.
Lesa meira

Bæjarstjóri færði áhöfninni á Venus NS 150 rjómatertu

Í dag, þriðjudaginn 2. mars, landaði Venus NS 150 um það bil 530 tonnum af loðnu. Var þetta fyrsta loðnulöndun ársins á Akranesi og af því tilefni færði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri áhöfninni rjómatertu. Bergur Einarsson skipstjóri veitti rjómatertunni viðtöku fyrir hönd áhafnarinnar. 
Lesa meira

Laust starf þroskaþjálfa á sviði frístunda

Frístundamiðstöðin Þorpið óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling til að starfa í fjölbreyttu, krefjandi og skemmtilegu frístundastarfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða 75% stöðu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er deildarstjóri ungmennastarfs í Þorpinu.
Lesa meira

Innritun í grunnskóla

Bréf vegna innritunar 6 ára barna í grunnskóla hafa nú verið birt í þjónustugátt Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Laus störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar.
Lesa meira

Heitavatnslaust á Dalbraut 1 og Dalbraut 4 vegna bilunar

Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að heitavatnslaust verði á Dalbraut 1 og Dalbraut 4 á milli kl. 13 og 14 í dag, vegna bilunar.  Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kanna að valda, nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu veitna 
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 23. febrúar

1328. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu HÉR á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Jarðvegsframkvæmdir við Asparskóga 1-9

Veitur í samstarfi með Akraneskaupstað og fleiri ætla að leggja veitulagnir og jarðvegsskipta undir gangstétt og gangstíg við Asparskóga við lóðir nr. 1 – 9. Áætlaður framkvæmdartími er febrúar til júlí 2021.
Lesa meira

Laust starf bókara í fjármáladeild

Akraneskaupstaður auglýsir eftir bókara í fjármáladeild. Um er að ræða 100% starfshlutfall. Akraneskaupstaður er ört vaxandi bæjarfélag með rúmlega 7500 íbúa. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Sveitarfélagið er meðal stærstu vinnuveitenda á Akranesi og starfa hjá bænum um 600 manns.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00