Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
62. fundur skipulags- og byggingarnefndar, haldinn í fundarherbergi, Dalbraut 8, mánudaginn 1. september 2008 og hófst hann kl. 16.00.
Fundinn sátu:
Guðmundur Magnússon, aðalmaður
Helga Kristín Haug Jónsdóttir, aðalmaður
Magnús Guðmundsson, aðalmaður
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Guðný J. Ólafsdóttir, starfsmaður tækni- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir, fundarritari
Byggingarmál:
1. 0808053 - Baugalundur 10, umsókn um byggingarleyfi
Umsókn Þórðar Árnasonar f.h. Engilberts Þórðarsonar um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Kára Eiríkssonar arkitekts.
Stærðir:
Íbúð: 300,8m2 og 977,2m3
Bílgeymsla: 42,6m2 og 127,8m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 28.08.2008
Lagt fram.
2. 0808050 - Ægisbraut 6b, umsókn um byggingarleyfi fyrir dælustöð
Fundarefni:
Umsókn Hildar Ingvarsdóttur verkefnisstjóra OR f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um heimild til að byggja dælustöð á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Reynis Adamssonar arkitekts.
Dælustöðin er að öllu leyti niðurgrafið mannvirki.
Stærð: 64,3m2 og 324,3m3
Gjöld kr. 1.575.624,-kr
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.08.2008
Lagt fram.
3. 0808048 - Grenigrund 42, umsókn um breytingar á gluggum
Fundarefni:
Umsókn Þráins Ólafssonar um heimild til að endurbyggja glugga hússins og breyta póstasetningu glugga samkvæmt meðfylgjandi rissi og gluggateikningum.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 27.08.2008
Lagt fram.
4. 0808041 - Baugalundur 8, umsókn um byggingarleyfi
Fundarefni:
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar, f.h. Bjarneyjar Jóhannesdóttur og Sigurðar V. Haraldssonar um heimild fyrir byggingarleyfi á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærðir:
Íbúð 211,0m2 777,4m3
Bílgeymsla: 52,8m2 200,3m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.08.2008
Lagt fram.
5. 0808038 - Baugalundur 22, umsókn um byggingarleyfi
Fundarefni:
Umsókn Bjarna Vésteinssonar byggingafræðings f.h. Hjörts J. Hróðmarssonar um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings.
Stærðir
Íbúð: 201,3m2 og 816,7m3
Bílgeymsla: 39,8m2 og 1997,5m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.08.2008
Lagt fram.
6. 0808031 - Kalmansvellir 6 innbyrðis breytingar á húsnæði
Fundarefni:
Umsókn Bjarna Vésteinssonar f.h. JÞ ehf um heimild til að breyta húsnæðinu innbyrðis m.t.t. til breytinga vegna aðlögunnar á breyttum heilbrigðiskröfum. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur af breytingum frá Bjarna Vésteinssyni byggingarfræðings.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21.08.2008
Lagt fram.
7. 0807047 - Suðurgata 36 Umsókn um timbursvalir á stálsúlum
Umsókn Garðars G. Norðdals og Ingibjargar Gestsdóttur um heimild til að setja upp svalir meðfram suð-austurhlið hússins, samkvæmt aðaluppdráttum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.08.2008
Gera þarf breytingu á eignaskiptasamningi vegna þessara framkvæma.
Lagt fram.
8. 0808012 - Dalbraut 57, umsókn um að klæða húsið
Fundarefni:
Umsókn Axels Jónssonar um að fá að klæða húsið að utan til samræmis við hús númer 53 sem er hluti af raðhúsalengjunni.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.08.2008
Skila þarf inn verklýsingu verkfræðings um festingar undirkerfis og klæðningar.
Lagt fram.
9. 0808019 - Baugalundur 18, umsókn um byggingarleyfi
Fundarefni:
Umsókn Guðjóns Theódórssonar um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Bjargeyjar Guðmundsdóttur arkitekts
Stærðir:
Íbúð: 210,1m2 og 715,3 m3
Bílgeymsla: 50,2m2 og 170,2m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.08.2008.
Lagt fram.
10. 0808023 - Kalmannsvellir 6 stöðuleyfi fyrir gám
Fundarefni:
Umsókn Bjarna Vésteinssonar byggingarfræðings f.h. JÞ ehf um stöðuleyfi fyrir einn gám á lóðinni sem staðsettur yrði við suð-austurhlið húss, sem er staðsetning á baklóð fyrirtækisins.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 19.08.2008
Lagt fram.
11. 0808028 - Baugalundur 28, umsókn um byggingarleyfi
Fundarefni:
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar arkitekt f.h. Halldórs Guðmundssonar um heimild til að byggja einbýlishús á lóðinni samkvæmt aðaluppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts.
Stærðir
Íbúð: 211,4m2 og 770,0m3
Bílgeymsla: 50,5m2 og 141,4m3
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 20.08.2008
Lagt fram.
12. 0808029 - Laugarbraut 9, umsókn um breytingu á skráningu húss
Fundarefni:
Umsókn Björgvins Vinjars um að skrá húsið sem einbýlihús í stað tvíbýlishúss.
Umsækjandi er eigandi að öllu húsinu.
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 21.08.2008
Lagt fram.
Skipulagsmál:
1. 0808030 - Umsókn um uppsetningu fréttablaðakassa víða um bæinn
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leyfi verði veitt fyrir allt að 12 kössum til reynslu í 6 mánuði. Rík áhersla er lögð á að ef það verður tjón á kössum, séu þeir strax lagfærðir og ekki sé hætta á að blöð dreifist úr kössunum. Við staðsetningu blaðakassa skal haft samráð við tækni- og umhverfissvið og lögreglu.
2. 0807032 - Þjóðbraut 1 - Umferð á lóð
Sviðsstjóri kynnir niðurstöðu sína á skoðun aðliggjandi gönguleiða með tilliti til erindisins.
Málið rætt, afgreiðslu frestað.
3. 0806049 - Sólmundarhöfði 5 - deiliskipulagsbreyting
Breytingin var auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga númer 73/1997.
Athugasemdafrestur rann út 28. ágúst 2008.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt.
4. 0808054 - Vesturgata 32/32A og Vitateigur 6 - Breyting á lóðamörkum
Beiðni Haraldar Sturlaugssonar um að fá að breyta lóðamörkum milli Vesturgötu 32 og 32A og einnig að fá að sameina Vitateig 6 og Vesturgötu 32A. Allar lóðirnar eru í hans eigu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að breytingin verði samþykkt og óskar eftir að lóðablað verði lagfært í samræmi við breytingarnar.
5. 0808008 - Mánabraut 11 - færa eignarhluta yfir á Mánabraut 9
Eigendur efstu hæðar við Mánabraut 11 óska eftir því að fá að færa bílageymslu og innkeyrslu íbúðarinnar sem er séreignarhluti yfir á Mánabraut 9.
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki orðið við erindinu.
6. 0808055 - Presthúsabraut 29 - beiðni um byggingarreit fyrir bílskúr
Ingvar Lúðvík Guðbjörnsson sækir um að fá byggingarreit fyrir bílskúr á lóð Presthúsabrautar 29.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að sækja þarf um breytinguna, með löglegum deiliskipulagsuppdrætti.