Innanbæjarstrætó - aukin þjónusta
23.11.2022
Ákveðið hefur verið að auka þjónustu innanbæjarstrætó á Akranesi. Auka strætisvagn sem kallaður verður „Leið 2“ mun nú fara stóran hring um bæinn tvisvar á morgnana fyrir skólabyrjun, einn hring í hádegi og tvo hringi eftir að frístundastrætó hefur lokið akstri seinni part dags.