Laus störf í liðveislu hjá Akraneskaupstað
29.08.2018
Laus störf
Um er að ræða hlutastörf í liðveislu við börn og fullorðna. Helstu markmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða fólk við að njóta menningar og félagslífs.
Lesa meira
Fyrsta skóflustungan tekin á byggingu nýs fimleikahúss á Akranesi
28.08.2018
Í dag þann 27. ágúst fengu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness og Guðmundur Claxton formaður Fimleikafélags Akraness þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fimleikshúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu á Vesturgötu.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 28. ágúst
25.08.2018
1277. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. ágúst kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna hefjast í september.
Lesa meira
Samið við Skófluna hf. um gerð göngustígs við Garðalund og á Breið
20.08.2018
Þriðjudaginn 14. ágúst síðastliðinn var undirritaður verksamningur við Skófluna hf. um gerð göngustígs frá Ketilsflöt að Garðalundi og að útbúa steyptan stíg/ götu á Breið. Alls bárust þrjú tilboð í verkið sem opnað var 17. júlí síðastliðinn og var Skóflan hf. lægstbjóðandi með 32,6 m.kr. Framkvæmdir hefjast nú í ágúst og á að vera lokið eigi síður en 30. september næstkomandi.
Lesa meira
Umsóknir um starf persónuverndarfulltrúa
20.08.2018
Akraneskaupstaður auglýsti starf persónuverndarfulltrúa laust til umsóknar í lok júní síðastliðinn með umsóknarfresti til og með 26. júlí. Umsóknir voru 12 talsins en tveir umsækjendur drógu umsókn sína tilbaka. Ráðningarferlið stendur yfir.
Lesa meira
Samið við fyrirtækið Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi
16.08.2018
Mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi. Framkvæmir hefjast nú í ágúst og er áætluð verklok í desember 2019. Alls bárust fimm tilboð í verkið sem var opnað þann 31. maí síðastliðinn og var Spennt ehf. lægstbjóðandi með samtals 607 m.kr.
Lesa meira
Faxabraut - lokun
09.08.2018
Faxabraut verður lokuð fyrir umferð frá og með fimmtudegi 9. ágúst til og með laugardegi 11. ágúst. Umferð flutningabíla er þó heimil og skulu ökumenn sýna aðstæðum tillitsemi og fara með varúð. Lokunin er vegna þess að verktaki við niðurrif Sementsverksmiðjunnar er að skipa út brotajárni þessa daga.
Lesa meira
Skemmtiferðaskipið Le Boreal kemur til Akraness fimmtudaginn 9. ágúst
08.08.2018
Skemmtiferðaskipið Le Boreal hefur boðað komu sína til Akraness fimmtudaginn 9. ágúst næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu Faxaflóahafna. Skipið kemur kl. 08:00 um morguninn og fer kl. 19:00 um kvöldið.
Lesa meira
Tilnefning um umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2018
07.08.2018
Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2018 í eftirtöldum flokkum:
Lesa meira
Viðhaldsdagar í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
01.08.2018
Vegna viðhalds í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum, verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá mánudeginum 13. ágúst til föstudagsins 17. ágúst næstkomandi.
Lesa meira