Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)
608. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild
Stillholti 16-18, þriðjud. 11. september 2001 og hófst hann kl. 8:00.
Mættir voru: Inga Sigurðardóttir,
Oddný Valgeirsdóttir,
Sæmundur Víglundsson
Heiðrún Janusardóttir
Tryggvi Bjarnason
Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Æskulýðsmál
Einar Skúlason og Anna Margrét Tómasdóttir mættu á fundinn og kynntu starfið í Arnardal veturinn 2001-2002.
Tekið fyrir bréf frá foreldrum og forráðamönnum barna í 8. E.Þ.S. í Grundaskóla varðandi lokunartíma í Arnardal og framboð á tómstundarefni fyrir nemendur 8. bekkjar grunnskólanna.
Æskulýðs- og félagsmálaráð sér ekki ástæðu til breyta opnunartíma Arnardals. Samþykkt var að starfsmenn Arnardals færu inn á námskynningar 8. bekkjar grunnskólanna til að kynna starfsemi Arnardals í vetur.
2. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
Staðan í fjárhagsaðstoð 1. september 2001 er kr. 6.514.434,-.
3. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
4. Öldrunarmál
Sigrún Gísladóttir öldrunarfulltrúi kom inn á fundinn og kynnti félagsstarf aldraðra og ?opna húsið? á dvalarheimilinu Höfða veturinn 2001-2002. Fyrsta ?opna húsið? verður 19. September 2001.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:40