Atvinnumálanefnd (2000-2008)
113. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 8. október 2003
á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir voru:
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
Pétur Svanbergsson,
Þórður Þ. Þórðarson,
Varamaður: Ómar Sigurbjörnsson.
Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúar, Rakel Óskarsdóttir og Magnús Magnússon svo og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Nýjustu tölur um atvinnuleysi.
Lagðar fram upplýsingar um atvinnuleysi á Vesturlandi m.v. 6. október 2003. Í heild er atvinnuleysið 94 konur og 50 karlar, þar af á Akranesi 45 konur og 33 karlar.
2. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um 20 mkr. framlag til atvinnustarfsemi.
Tillagan rædd, áveðið að taka málið aftur til umfjöllunar á næsta fundi.
3. Staða markaðs- og atvinnuskrifstofu.
Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir fyrirliggjandi verkefnum sem unnið verður að á næstu vikum á vegum skrifstofunnar.
4. Önnur mál.
Rætt var um sýninguna ?Akranes Expó 2003?. Atvinnumálanefnd lýsir ánægju sinni með sýninguna og þakkar Markaðsráði Akraness og starfsmönnum markaðs- og atvinnuskrifstofu fyrir einstaklega góða sýningu og gott framtak sem sýningin vissulega var.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.