Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

114. fundur 29. október 2003 kl. 18:15 - 20:10
114. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 29. október 2003 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.
Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Pétur Svanbergsson,
 Ástríður Andrésdóttir.
 
Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð.
 
Fyrir tekið:
 
1. Tillaga Sjálfstæðisflokksins um 20 mkr. framlag til atvinnustarfsemi.
Nefndin samþykkir að leita til Markaðsráðs Akraness um að félagið tilnefni tvo 3 manna hópa fólks úr atvinnulífinu á Akranesi.  Hugmyndin er að hver hópur hittist með nefndinni tvisvar sinnum og ræði hvaða möguleikar eru í boði um að auka og efla atvinnulífið á Akranesi.  Að lokum myndi allur hópurinn hittast og fara yfir þær hugmyndir sem fram komu.  Stefnt er að því að verkefnið hefjist í byrjun nóvember og ljúki með skýrslu eigi síður 15. mars.
  
2. Framtíðarsýn atvinnumálanefndar Akraneskaupstaðar, Þeir fiska sem róa.
Nefndin samþykkir að fela markaðs- og atvinnufulltrúum að endurskoða
skýrsluna með hliðsjón af því hvað hefur áunnist frá útgáfu skýrslunnar.  Lagt er til að kalla saman þátttakendur í starfshópi skýrslunnar að því loknu og fá álit þeirra á þeirri þróun sem hefur átt sér stað.  Stefnt er að því að endurmat skýrslunnar ljúki í lok mars 2004.

 
3. Önnur mál.
Farið var yfir stöðu og þróun markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraneskaupstaðar. 
Atvinnumálanefnd ítrekar fyrri bókun nefndarinnar um stöðu markaðs- og atvinnuskrifstofunnar og hvetur til frekari dáða.  Þar sem fyrirsjáanlega eru nægileg verkefni framundan og nauðsynlegt að efla og styðja við atvinnulíf á Akranesi.
  
  
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00