Atvinnumálanefnd (2000-2008)
150. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 30. október 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir voru: Ásgeir Hlinason formaður
Haraldur Helgason
Björn Guðmundsson
Þórður Þ. Þórðarson
Auk þeirra sátu fundinn þeir Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.
_____________________________________________________________
Fyrir tekið:
1. Fyrirtækjaskrá.
Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála, en reiknað er með að haldið verði utan um skrána á nýjum vef Akraneskaupstaðar sem verður opnaður á næstu dögum.
2. Námskeið fyrir atvinnulífið.
Markaðsfulltrúa falið að útbúa vefkönnun til fyrirtækja um áhuga og þörf á námskeiðum fyrir starfsmenn sína. Jafnframt er honum falið að undirbúa morgunverðar- eða hádegisfund með fyrirlesara sem verði opinn fyrir bæjarbúa.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.