Atvinnumálanefnd (2000-2008)
151. fundur atvinnumálanefndar var haldinn mánudaginn 26. nóvember 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir voru: Ásgeir Hlinason formaður
Björn Guðmundsson
Dagný Jónsdóttir
Haraldur Helgason.
Auk þeirra sátu fundinn þeir Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.
_____________________________________________________________
Fyrir tekið:
1. Námskeið fyrir atvinnulífið.
Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir hugmynd að samstarfi við fyrirtæki á Akranesi um námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja á Akranesi. Gert er ráð fyrir að fyrsta námskeiðið yrði í desember n.k. og í framhaldi af því yrði lagt mat á þörf fyrir fleiri námskeið og þá hverskonar. Markaðsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir á grundvelli umræðna á fundinum.
2. Fjárhagsáætlun 2008.
Bæjarritari gerði grein fyrir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
3. Önnur mál.
Rætt um leiðarkerfi Strætó bs. innan Akraness og möguleikar á breytingum á akstursleið út úr bænum.
Atvinnumálanefnd leggur eindregið til við bæjarráð að skoðaður verði möguleiki á að hafa gjaldfrjálsan strætó innan bæjar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.