Bæjarráð
1.Tjaldsvæðið í Kalmansvík
810044
Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 17. ágúst 2010, varðandi tjaldsvæðið í Kalmansvík. Deiliskipulagstillaga um nýtt tjaldsvæði við Kalmansvík var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 20. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi bæjarráðs 19. ágúst 2010.
Þá var einnig lagt fram bréf íbúa við Esjubraut, dags. 24. ágúst 2010, varðandi kynningu á skipulaginu.
2.Upplýsingamiðstöð ferðamanna
1008029
Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 16. ágúst 2010, þar sem stjórnin óskar eftir staðfestingu bæjarráðs á staðsetningu upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Akranesi á Safnasvæðinu. Einnig leggur stjórnin til að kannaðir verði möguleikar á því að efla upplýsingagjöf og aðra slíka þjónustu við gesti og ferðafólk á öðrum opinberum stöðum, þar sem ferðamenn eru tíðir gestir s.s. á tjaldsvæði bæjarins, í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, á bókasafni og í þjónustuveri bæjarins á Stillholti.
Afgreiðslu var frestað á fundi bæjarráðs 19. ágúst s.l.
Til viðræðna mættu Gunnhildur Björnsdóttir, formaður stjórnar Akranesstofu og Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Bæjarráð felur stjórninni að vinna frekar að málinu.
3.Aðalskrifstofa - rekstraryfirlit 2010
1006125
Lagt fram.
4.Starfsemi á Skipulags- og umhverfisstofu
1008099
Með hliðsjón af ofangreindri samþykkt samþykkir bæjarráð að fara þess á leit við framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, Þorvald Vestmann, að hann gegni starfi framkvæmdastjóra stofunnar áfram þar til bæjarstjórn hefur lokið endurskoðun á skipuriti bæjarins.
5.Bókasafn - kaup á hjólastól
1008078
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.
6.Bókasafn Akraness - tölvubúnaður
1008096
Bæjarráð felur deildarstjóra bókhaldsdeildar að láta leggja mat á núverandi tölvubúnað bókasafnsins og þörf fyrir endurnýjun. Erindinu frestað þar til það mat liggur fyrir.
7.Grundaskóli - búnaðarkaup
1008042
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr tækjakaupasjóði.
8.Sorphirða
903109
Lagt fram.
9.Faxaflóahafnir sf - arðgreiðslur
1008095
Lagt fram.
10.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting
1008077
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði kr. 500.000.- viðbótarstyrkur til félagsins á árinu 2010.
Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
11.Móttaka - sjálfboðaliðar frá Palestínu
1008085
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra undirbúning málsins.
12.Gamla kaupfélagið - Lenging opnunartíma
1008097
Meirihluti bæjarráðs getur ekki orðið við erindinu.
Guðmundur Páll greiðir erindinu atkvæði sitt.
Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
13.Land undir gróðrarstöð - umsókn
1008104
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að skoða málið og leggja tillögu fyrir bæjarráð um svæði sem getur hentað til umbeðinnar notkunar.
14.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja
1008071
Lögð fram.
Fundi slitið.
Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfisstofu lagði fram yfirlit yfir málsmeðferð á deiliskipulaginu.
Bæjarráð samþykkir að vísa skipulaginu til frekari skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, varðandi nálægð fyrirhugaðs tjaldsvæðis við næstu íbúðabyggð.
Bæjarráð felur nefndinni jafnframt að taka til skoðunar skipulagningu svæðis undir frístundagarða.