Bæjarráð
Dagskrá
1.Starf bæjarstjóra
1007049
Umsóknir um starf bæjarstjóra. Starfið var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til og með sunnud. 11. júlí s.l. Alls bárust 40 umsóknir um starfið, en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Umsóknarferlið annaðist fyrirtækið Capacent Ráðningar.
2.Brekkubæjarskóli - bónhreinsun
1007004
Bréf skólastjóra Brekkubæjarskóla, dags. 1. júlí 2010, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna bónhreinsunar í skólanum að fjárhæð kr. 750.000.- Um er að ræða svæði sem er um 500 fermetrar að stærð.
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
3.Vallarsel - sumarræsting
1007039
Bréf Huldu Sigurðardóttur, dags. 12. júlí 2010, þar sem óskað er eftir að breyting verði gerð á verksamningi um ræstingu í leikskólanum Vallarseli þannig að greitt verði fyrir ræstingu í leikskólanum 12 mánuði á ári.
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að ræða við bréfritara.
4.Tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar.
909122
Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 12. júlí 2010, þar sem óskað er eftir að samþykkt bæjarráðs frá 30/9 2009 um bann við skráningu gegnum farsíma verði afnumin og framkvæmdastjórum stofa verði heimilað að meta og samþykkja slíkt fyrirkomulag telji þeir þörf á því vegna starfa viðkomandi starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir erindið.
5.Reglur um veitingu fjárstyrks til að greiða fyrir lögmannsaðstoð í barnaverndarmálum
1007012
Bréf félagsmálastjóra, dags. 7. júlí 2010. Á fundi fjölskylduráðs 7. júlí 2010 var samþykkt tillaga að nýjum reglum um veitingu fjárstyrks til að greiða fyrir lögmannsaðstoð í barnaverndarmálum, en eldri reglur voru frá 1997. Í nýju reglunum er búið að binda fjárhæðir við framfærslukvarða. Fjölskylduráð samþykkti að vísa reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
6.OR - fjárhagsáætlun 2011-2015
1007053
Bréf stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. júlí 2010 þar sem því er beint til eignaraðila að skipa rýnihóp sem fari yfir úttekt og greiningu á stöðu fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að skipa í hópinn í samráði við bæjarráð.
7.Kraftlyftingar - styrkbeiðni
1007041
Bréf Láru Bogeyjar Finnbogadóttur í tölvupósti, dags. 12. júlí 2010, þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna þátttöku í Norðurlandamóti í kraftlyftingum sem fram fer í Bergen í Noregi 26.-30. ágúst n.k.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að bæjarfélagið styrkir félög innan ÍA með fjárframlögum í samræmi við reglur þar um.
8.Skólahreysti - styrkbeiðni 2010
1007052
Bréf Icefitness ehf. dags. í júlí 2010 þar sem sótt er um styrk vegna skólahreysti 2010.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga nr. XXIV
1007023
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. júlí 2010, þar sem boðað er til XXXIV landsþings sambandsins á Akureyri dagana 29. til 1. október 2010. Tilkynna þarf um kjör landsþingsfulltrúa bréflega í síðasta lagi fyrir 1. ágúst nk. til skrifstofu sambandsins.
Lagt fram.
10.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2010
1007046
Fundargerð 59. fundar stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 7. júlí 2010.
Lögð fram.
11.Fundargerðir OR - 2010
1002247
Fundargerð 128. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 5. júlí 2010.
Lögð fram.
12.Menningarráð - Fundargerðir 2010.
1002152
Fundargerðir 44. og 45. funda Menningarráðs Vesturlands frá 2. júlí 2010 og fundargerð framhaldsaðalfundar frá 2. júlí 2010.
Lagðar fram.
Fundi slitið.
Lagt fram til kynningar.