Bæjarráð
1.Starfsmannastefna Akraneskaupstaðar.
908115
2.Skuldastaða og afborgunarþörf til áramóta.
909015
Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi gögn og greindi frá stöðu fjárhags Akraneskaupstaðar og fyrirhugaðri vinnuáætlun.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir að gert væri ráð fyrir að öll gögn varðandi lán og lánaáætlanir liggi fyrir um miðjan nóvember með fjárhagsáætlun 2010.
Hrönn óskar bókað að hún óski eftir upplýsingum um hvenær lánin voru tekin, til hve langs tíma og hver vaxtakjörin væru og þá einnig að hún auk Karenar óskaði upplýsinga um hver staða gengis var þegar lánin voru tekin. Jafnframt að fá yfirlit yfir áætlaðar afborganir langtímalána fyrri hluta árs 2010 á sömu forsendum og fyrirliggjandi yfirlit.
3.Útboð tölvumála Akraneskaupstaðar
810021
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar bæjarráðs.
4.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009
908018
Lagt fram.
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykkt um að stofur Akraneskaupstaðar leggi mánaðarleg rekstraryfirlit fyrir bæjarráð.
5.Ljósmyndasafn Akraness - starfsmannamál.
909012
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
6.Tjaldsvæðið í Kalmansvík
810044
Bæjarráð hafnar erindinu, en felur starfsmönnum Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu að gera tillögu að framtíðarhönnun svæðisins í samráði við Akranesstofu án frekari fjárútláta.
7.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags
903112
Lagt fram.
8.Skotsvæði.
909013
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Skipulags- og umhverfisstofu.
9.Strætisvagn innanbæjar - útboð
908106
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Skipulags- og umhverfisstofu.
10.Þjónusta sveitarfélagsins - kynning á skýrslu.
908112
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
11.Styrkbeiðni - Ólympíuleikar í stærðfræði.
905002
Bæjarráð fagnar jákvæðu viðhorfi bréfritara og óskar honum áframhaldandi góðs gengis.
12.Fundir sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2009.
908114
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fund með fjárlaganefnd með erindum þar að lútandi, í þágu Akraneskaupstaðar og stofnana á Akranesi.
13.Starfsþjálfun - í samvinnu við Vinnumálastofnun fyrir Hver og Búkollu.
909019
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
14.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.
901046
Lögð fram.
Fundi slitið.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingu á D-lið 7. gr. í starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar:
,,Um aukastörf.
Samhliða starfi sínu hjá Akraneskaupstað er starfsmanni óheimilt að stofna til atvinnurekstrar, þ.m.t. hvers kyns umboðsverslunar og hönnunarþjónustu, taka við starfi í þjónustu annarra eða ganga í stjórn atvinnufyrirtækis, geti slík vinna stangast á við störf starfsmanns hjá bæjarfélaginu eða hagsmuni bæjarfélagsins. Áður en starfsmaður stofnar til atvinnurekstrar eða tekur að sér launuð störf fyrir aðra en Akraneskaupstað skal hann tilkynna slíka fyrirætlan til bæjarstjóra sem metur hvort rétt sé að banna viðkomandi að hefja slíkan atvinnurekstur eða taka að sér slíkt starf. Telji bæjarstjóri ástæðu til að leggjast gegn slíkri fyrirætlan skal hann beina málinu til bæjarráðs til ákvörðunar. Bæjarráð skal ekki synja um slíkt leyfi nema ríkir hagsmunir bæjarins séu fyrir hendi. Rétt er bæjarráði að banna starfsmanni slík störf ef það er síðar leitt í ljós að þau fari ekki saman við starf hans hjá Akraneskaupstað."
Bæjarráð samþykkir framangreinda breytingu á D-lið 7. gr.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að taka starfsmannastefnuna til frekari skoðunar á næsta fundi.