Fara í efni  

Bæjarráð

3082. fundur 29. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starf bæjarstjóra

1007049

Umsóknir um starf bæjarstjóra. Starfið var auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til og með sunnud. 11. júlí s.l. Alls bárust 42 umsóknir um starfið, en 3 umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Umsóknarferlið annaðist Capacent Ráðgjöf sem lagði til við bæjarráð að rætt yrði við 4 umsækjendur sem hæfastir þóttu að mati fyrirtækisins. Þær viðræður fóru fram á fundi bæjarráðs 26. júlí s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Árni Múli Jónasson verði ráðinn bæjarstjóri á Akranesi kjörtímabilið 2010 - 2014. Formanni bæjarráðs er falið að ganga til viðræðna við Árna Múla um ráðningarsamning sem lagður verður fyrir bæjarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að boða bæjarstjórn Akraness til aukafundar, þriðjudaginn 3. ágúst 2010 kl. 17:00.

Einar Brandsson óskaði bókað:

,,Fyrir hönd minnihlutans lýsi ég yfir ánægju með það ferli sem hefur leitt til þeirrar niðurstöðu sem hér liggur fyrir enda í samræmi við það sem kom fram hjá bæði núverandi minnihluta og meirihluta fyrir kosningar."

Einar Brandsson (sign)

2.Akraneskaupstaður - rekstrarstaða 2010

1006126

Rekstrarstaða A-hluta Akraneskaupstaðar mv. 30.06.2010. Um er að ræða óendurskoðað uppgjör. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er rekstrarafgangur 126,5 m.kr. miðað við fjárhagsáætlun 68,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða með fjármagnsliðum er rekstrarafgangur sem nemur 211 m.kr. miðað við fjárhagsáætlun 16,4 m.kr. í halla.

Lagt fram.

3.Markaðssetning lóða.

909072

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 22. júlí 2010, varðandi markaðssetningu lóða.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps um markaðssetningu íbúðar- og iðnaðarlóða í samræmi við tillögur hópsins frá 5. maí s.l. Átakið innifelur m.a. 25% lækkun gatnagerðargjalda, auglýsingar og kynningarátak í dagblöðum og sjónvarpi.

Bæjarráð felur starfshópnum áframhaldandi vinnu við undirbúning og að tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum í samræmi við tillöguna verði veittur frá og með 1. september 2010 til eins árs.

Áætluðum kostnaði við verkefnið, 1,5 m.kr., er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bókhaldsdeild að færa samþykktar aukafjárveitingar inn í bókhaldsgrunn kaupstaðarins mánaðarlega.

4.Gatnagerðargjöld-eldri lóðir

1006081

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 22. júlí 2010, þar sem því er beint til bæjarráðs að gjaldskrá gatnagerðargjalda verði skoðuð með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum.

Lagt fram.

5.Launakjör starfsmanna Akraneskaupstaðar.

1007081

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 26. júlí 2010, varðandi upplýsingar um aðgerðir í launamálum.

Bæjarráð samþykkir að launaskerðing sem fyrrverandi bæjarstjórn ákvað gagnvart hluta starfsmanna Akraneskaupstaðar og gilti til loka árs 2010, verði lækkuð niður í 40% af því sem ákveðið hafði verið. Breytingin gildir frá launaútgreiðslu 1. september n.k. og til loka umrædds skerðingartímabils.

Áætluðum kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela fjölskylduráði að skoða og leggja tillögur fyrir bæjarráð um endurskoðun á launaskerðingum í grunn- og leikskólum með aukningu á þjónustu og starfsemi viðkomandi stofnana í huga. Tillögur skal legga fyrir bæjarráð eigi síðar en 17. ágúst n.k.

6.Launamál

1005069

Bréf Andrésar Ólafssonar, dags. 27. júlí 2010, þar sem hann ítrekar beiðni sína varðandi launamál.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar til bókunar hér að framan um launamál starfsmanna Akraneskaupstaðar.

7.Stillholt 16-18 - öryggismál

1007103

Bréf trúnaðarmanna á bæjarskrifstofu, dags. 28. júlí 2010, varðandi öryggismál í þjónustuveri og bæjarskrifstofu 3. hæð, Stillholti 16-18.

Bæjarstjóra falið að taka málið til skoðunar.

8.Íþróttamannvirki - starfshópur um uppbyggingu.

1006118

Bréf formanns ÍA, dags. 22. júlí 2010, þar sem tilkynnt er um fulltrúa ÍA í starfshópi um uppbyggingu íþróttamannvirkja. ÍA tilnefnir eftirfarandi aðila í starfshópinn:
Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, Guðlaugu Sverrisdóttur, Jón Þór Þórðarson og Sturlaug Sturlaugsson.

Lagt fram.

9.Kali ehf - rekstrarleyfi

1007097

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 22. júlí 2010, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Fr. Ólafssonar, f.h. Kala ehf., um rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Vistina, Vogabraut 4, Akranesi. Bent er sérstaklega á 22. og 23. gr. rgj. nr. 585/2007 varðandi umsagnaraðila, umsagnir og efni þeirra.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.Styrkbeiðni v. þátttöku í Olympíumóti ungmenna í sundi

1007104

Bréf Sigurlaugar Karenar Guðmundsdóttur, mótt. 28. júlí 2010, þar sem sótt er um styrk vegna kostnaðar og undirbúnings þátttakanda á Ólympíuleikum ungmenna í sundi sem haldnir verða í Singapore 9.-28. ágúst 2010.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að sveitarfélagið styrkir aðildarfélög innan ÍA í samræmi við reglur þar um.

11.Landsfundur jafnréttisnefnda 2010

1007102

Bréf samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarkaupstaðar, mótt. 27. júlí 2010, þar sem boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn dagana 10.-11. september n.k. á Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sitja þingið.

12.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá aukafundar bæjarstjórnar nr. 1107, þriðjudaginn 3. ágúst 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00