Fara í efni  

Bæjarráð

3049. fundur 30. september 2009 kl. 17:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Niðurskurður launakjara starfsmanna Akraneskaupstaðar.

909091

Bréf starfsmanna, dags. 15.09.2009, þar sem mótmælt er harðlega einhliða niðurskurði bæjarstjórnar á launakjörum. Undirritaðir starfsmenn skora á bæjarstjórn að umrædd kjaraskerðing verði endurskoðuð og freistað að ná lendingu í þessu máli á þann hátt að aðilar geti unað við.



Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu vegna ástands fjármála í þjóðfélaginu.

2.Kaffitími starfsmanna bæjarskrifstofu.

909114

Bréf Hafdísar Sigurþórsdóttur trúnaðarmanns, f.h. starfsmanna bæjarskrifstofu, dags. 23.9.2009, þar sem óskað er eftir leiðréttingu á tímaskráningu í Tímon úr 7,53 í 7,42 vegna breytingu á kaffitíma starfsmanna.

Bæjarráð fellst á umrædda leiðréttingu enda var samkomulag gert samkvæmt kjarasamningum.

3.Strætisvagn innanbæjar.

908106

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21.09.2009, varðandi breytingu á aksturleið innanbæjarstrætisvagns.




Afgreiðslu frestað.

4.Fjármál sveitarfélaga.

909055

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21.09.2009. Boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordic í Sölum A og B, dagana 1. og 2. október nk. og hefst kl. 10:00.

Bæjarráði ásamt ásamt áheyrnarfulltrúa og bæjarstjóra er falið að sitja fjármálaráðstefnuna.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009.

909116

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 15.09.2009, þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem haldinn verður 2. október nk. á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, í Reykjavík og hefst kl. 12:00,í beinu framhaldi af fjármálaráðstefnu sveitarfélagá, ásamt bréfi dags. 24.09.2009 með dagskrá fundarins.



Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sitja ársfundinn sem fulltrúi Akraneskaupstaðar.

6.SSV - aðalfundarboð 2009

906149

Ályktanir aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var 11. og 12. september 2009.


Lagðar fram.

7.Rafbílavæðing Íslands.

909121

Erindi Northern Lights Energy ehf., ódags. í formi viljayfirlýsingar um samstarf við rafbílavæðingu Íslands.


Bæjarráð samþykkir að senda bréfið til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar sem fer með umferðarmál á Akranesi.

8.Tímaskráningarkerfi Akraneskaupstaðar.

909122



Bæjarráð samþykkir að skráning í tímaskráningakerfi sé ekki heimil gegnum farsíma.

9.Sjónvarpsnotkun.

909123

Bæjarráð heimilar aðeins áskrift að Ríkissjónvarpi þar sem sjónvarpstæki eru í notkun á vegum Akraneskaupstaðar.

10.Ritun sögu Akraness.

906053

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra ásamt formanni ritnefndar að ganga til samninga við H. Gunnlaug Haraldsson um að hann skili verkefninu til Akraneskaupstaðar til prentunar.


11.Bréf Langasands ehf.um viðræður við bæjarráð.

909127


Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara til viðræðna á næsta fundi bæjarráðs.

12.OneSystems - viðskiptakjör.

909128

Bréf One Systems Íslandi ehf, dags.28.09.2009, varðandi lækkun á uppfærslu viðhalds og þjónustugjöldum.




Lagt fram.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur fundargerð 767. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. sept. 2009.
Lögð fram.

14.Reglur um meðferð gagna.

909132


Bæjarráð felur deildarstjóra þjónustudeildar að gera tillögur að reglum um afhendingu gagna og meðferð á þeim, í samráði við lögfræðistofuna Landslög.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00