Bæjarráð
1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2013
1301297
2.Birkiskógar 6/Seljuskógar 16, umsókn um lóðaskipti.
1309032
Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hefur samþykkt beiðnina með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir samþykkt umhverfis- og framkvæmdasviðs.
3.Hafnarbraut 3 / HB Grandi - fyrirspurn
1309027
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari vinnslu.
4.Garðaholt 3 - eldsmiðja við Byggðasafnið að Görðum
1207066
Bæjarráð samþykkir framlag að fjárhæð kr. 816.000 til Byggðasafnsins vegna gatnagerðar- og þjónustugjalda vegna eldsmiðju sem byggð var á Safnasvæðinu Görðum í tilefni af Norðurlandameistarmóti í eldsmíði 2013.
5.Fasteignagjöld 2013 - umsóknir félaga um styrki til greiðslu fasteignaskatts
1302195
Oddfellowreglan áréttaði fyrri umsókn sína, skilaði ársreikningi þann 30. ágúst sl og uppfyllir þannig öll skilyrði reglnanna.
Bæjarráð samþykkir umsókn Oddfellowreglunnar á Akranesi um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 525.228 eða 80% af álögðum fasteignaskatti að fjárhæð kr. 656.353.
Fjárhæðinni er ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-95-4995.
6.OR - Verklag varðandi samskipti við eigendur um fjármálagerninga
1309018
Óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykktinni.
Bæjarráð staðfestir samþykkt Orkuveitu Reykjavíkur.
7.OR - Hellisheiðarvirkjun, tenging við borholur í Hverahlíð
1309019
Óskað er eftir staðfestingu eigenda á samþykktinni.
Bæjarráð staðfestir samþykkt Orkuveitu Reykjavíkur.
8.Óbyggðanefnd - þjóðlendukröfur
1302217
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs til frekari vinnslu.
9.Starfshópur um skólamál 2013
1211114
Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslu starfshóps um skólamál 2013 sem fjallar um húsnæðismál grunnskóla, til fjölskylduráðs til frekari umfjöllunar og til framkvæmdaráðs til kynningar.
10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
1309058
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akraneskaupstaðar á fundinum.
11.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013
1309097
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum verði eftirtaldir: Bæjarráð, bæjarstjóri, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóri.
12.Starfshópur um jafnréttisstefnu
1205094
Bæjarráð samþykkir erindisbréfin.
13.Starfshópur um jafnréttisstefnu
1205094
Lagðar fram.
14.Menningarmálanefnd - 6
1309001
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 16:40.
Lögð fram.