Bæjarráð
Dagskrá
1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020
2001240
838. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð).
Lagt fram.
2.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020
2006135
Þriggja mánaða uppgjör lagt fram.
Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.
Frekari greiningar verða unnar af fjármáladeild og lagðar fram í bæjarráði í framhaldinu.
Frekari greiningar verða unnar af fjármáladeild og lagðar fram í bæjarráði í framhaldinu.
3.Rekstrargreining
2006136
Rekstrargreining Ernst & Young ehf.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
4.Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar
2002074
Viðauki nr. 16 við fjárhagsáætlun 2020 lagður fram til samþykktar í bæjarráði Akraness.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem felur í sér viðbótarútgjöld að fjárhæð kr. 6.105.000 og er þeim mætt með lækkun á handbæru fé. Viðbótarútgjöldin bókast á viðeigandi liði samkvæmt meðfylgjandi bréfi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Þjónustuþörf leikskóla skólaárið 2020-2021
2004216
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 19. maí sl. viðbótar þjónustuþörf í leikskólum fyrir starfsárið 2020-2021. Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs og er því lagt fyrir að nýju.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
VLJ víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun samkvæmt mati á þjónustuþörf í leikskólunum frá hausti og til áramóta.
Breytingin er eftirfarandi:
Akrasel, fækkun stöðugilda um 2,25 - lækkun fjárhæðar um kr. 5.799.000 - fært á deild 04160-1691.
Vallarsel, aukning stöðugilda um 0,8 - aukning fjárhæðar um kr. 2.205.000 - fært á deild 04120-1691.
Garðasel, aukning stöðugilda um 1,25 - aukning fjárhæðar um kr. 3,360.000 - fært á deild 04140-1691.
Teigasel, fækkun stöðugilda um 0,63 - lækkun fjárhæðar um kr. 1.754.000. - fært á deild 04130-1691
Samtals felur ráðstöfunin í sér lækkun útgjalda að fjárhæð kr. 1.988.000. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2020.
VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun samkvæmt mati á þjónustuþörf í leikskólunum frá hausti og til áramóta.
Breytingin er eftirfarandi:
Akrasel, fækkun stöðugilda um 2,25 - lækkun fjárhæðar um kr. 5.799.000 - fært á deild 04160-1691.
Vallarsel, aukning stöðugilda um 0,8 - aukning fjárhæðar um kr. 2.205.000 - fært á deild 04120-1691.
Garðasel, aukning stöðugilda um 1,25 - aukning fjárhæðar um kr. 3,360.000 - fært á deild 04140-1691.
Teigasel, fækkun stöðugilda um 0,63 - lækkun fjárhæðar um kr. 1.754.000. - fært á deild 04130-1691
Samtals felur ráðstöfunin í sér lækkun útgjalda að fjárhæð kr. 1.988.000. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2020.
VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.
6.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi
2005059
Innleiðing verkefnisins.
Tekið fyrir til umræðu um mörkun áframhaldandi vinnu.
Tekið fyrir til umræðu um mörkun áframhaldandi vinnu.
Bæjarfulltrúi RÓ leggur fram eftirfarandi bókun:
Á fundi bæjarráðs þann 11. maí bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja sig ekki á móti hugmyndinni að Akranes taki þátt í verkefninu "Barnvænt samfélag" sem er samvinnuverkefni Félags- og barnamálaráðherra, UNICEF og útvalinna sveitarfélaga á Íslandi. Hins vegar gagnrýna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðferð meirihlutans á málinu. Aðdragandi og undirbúningur málsins var lítill sem enginn og afgreiðsla keyrð í gegn með aukafundum fagráða og bæjarráðs þvert á það sem kveðið er á um í gögnum UNICEF um innleiðingu sveitarfélaga að "Barnvænu samfélagi".
Undirskrift samningsins fór fram tveimur dögum eftir að málið var keyrt í gegnum bæjarstjórn, svo mikið lá á að verkefnið yrði að veruleika. Nú hefur komið Í ljós að ekkert annað sveitarfélag hefur skrifað undir slíkan samning samtímis eða á eftir Akraneskaupstað og kapphlaupið við tímann því ekki eðlilegt. Þá hefur einnig komið upp eftir undirskrift að verkefninu þarf að fylgja 30% stöðugildi til að fylgja því úr hlaði. Þær upplýsingar fylgdu ekki erindi meirihlutans heldur að einungis væri um einskiptis kostnað að ræða upp á kr. 500.000. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki unað við þessi vinnubrögð.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bæjarfulltrúarnir VLJ og RBS fagna undirritun samnings um innleiðingu Barnvæns sveitarfélags.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Á fundi bæjarráðs þann 11. maí bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja sig ekki á móti hugmyndinni að Akranes taki þátt í verkefninu "Barnvænt samfélag" sem er samvinnuverkefni Félags- og barnamálaráðherra, UNICEF og útvalinna sveitarfélaga á Íslandi. Hins vegar gagnrýna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðferð meirihlutans á málinu. Aðdragandi og undirbúningur málsins var lítill sem enginn og afgreiðsla keyrð í gegn með aukafundum fagráða og bæjarráðs þvert á það sem kveðið er á um í gögnum UNICEF um innleiðingu sveitarfélaga að "Barnvænu samfélagi".
Undirskrift samningsins fór fram tveimur dögum eftir að málið var keyrt í gegnum bæjarstjórn, svo mikið lá á að verkefnið yrði að veruleika. Nú hefur komið Í ljós að ekkert annað sveitarfélag hefur skrifað undir slíkan samning samtímis eða á eftir Akraneskaupstað og kapphlaupið við tímann því ekki eðlilegt. Þá hefur einnig komið upp eftir undirskrift að verkefninu þarf að fylgja 30% stöðugildi til að fylgja því úr hlaði. Þær upplýsingar fylgdu ekki erindi meirihlutans heldur að einungis væri um einskiptis kostnað að ræða upp á kr. 500.000. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki unað við þessi vinnubrögð.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bæjarfulltrúarnir VLJ og RBS fagna undirritun samnings um innleiðingu Barnvæns sveitarfélags.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
7.Reiðhöll á Æðarodda / Blautós - uppbygging
1711115
Lokadrög yfirlýsingar og húsaleigusamnings
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun á löggerningana.
Fundi slitið - kl. 18:15.