Bæjarráð
1.Fab Lab 2012 - framlag
1112145
2.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
Bæjarráð fór yfir endanlegar tillögur til breytingar á fjárhagsáætlun 2012.
Bæjarráð samþykkir í ljósi aðstæðna að hætta, að svo komnu máli við ráðningu upplýsingatæknistjóra.
Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er rekstrarafkoman eftirfarandi:
A-hluti 20,3 m.kr. tekjuafgangur.
B-hluti 16.2 m.kr. halli.
Samstæðan í heild skilar þannig 4,1 m.kr. tekjuafgangi.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
3.Elli- og örorkulífeyrisþegar - tekjuviðmið vegna álagningar fasteignagjalda 2012
1201105
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
Rekstrarniðurstaða janúar - nóvember 2011.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 11 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 6,7 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 63,4 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 123,9 millj. kr. á móti áætluðum hagnaði sem nemur 14,3 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 36,7 millj. kr á móti áætlun 26,9 millj. kr. tekjum, en 154,2 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 20,6 millj. kr. hagnaði í fjárhagsáætlun.
Lagt fram.
5.Gjaldskrá fyrir hundahald 2012
1201044
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
6.Gjaldskrár 2012
1112160
Bæjarráð samþykkir erindið.
7.Lífeyrisskuldbinding Akraneskaupstaðar
1201120
"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra í samvinnu við lífeyrissjóð starfsmanna Akraneskaupstaðar og sveitarfélaga að gera tillögu til hlutaðeigandi stjórnvalda um breytingu laga, þannig að lífeyrissjóðum verði heimilt að taka eigin skuldabréf sveitarfélaga, eða skuldabréf með ábyrgð sveitarfélaga, sem greiðslu áfallinna lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að afborganir og vextir af skuldabréfi Orkuveitu Reykjavíkur í eigu Akraneskaupstaðar, verði ráðstafað til greiðslu lífeyrisskuldbindinga Akraneskaupstaðar hjá Lífeyrissjóði Akraneskaupstaðar á meðan leitað verður eftir framangreindri lagabreytingu eða hún verður samþykkt".
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013-2015
1201106
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
9.Íþróttahús - niðurfelling á húsaleigu
1201122
Bæjarráð samþykkir erindið.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Bæjarráð samþykkir að boða til viðræðna um málefni Fablab, verkefnastjóra og formann verkefnastjórnar.