Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
2203254
Fundargerðir framkvæmdanefndar Höfða og verkfundargerðir vegna endurnýjunar.
Fundargerðirnar lagðar fram.
2.Mánaðaryfirlit 2022
2203037
Mánaðaryfirlit janúar - nóvember 2022.
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 3.
Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála- og launa tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 3.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir yfirferðina.
Bæjarráð þakkar Kristjönu Helgu fyrir yfirferðina.
3.Afskriftir vegna ársins 2022
2301236
Tillaga deildarstjóra fjármála- og launa um afskriftir krafna á árinu 2022, samtals að fjárhæð kr. 5.340.208.
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um afskriftir krafna 2022, samtals að fjárhæð kr. 5.340.208. Um er að ræða skuldir þar sem fyrir liggja árangurslausar innheimtuaðgerðir og skuldir fyrndar sem og skuldir vegna eignarlítilla eða eignalausra dánarbúa o.fl. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2015.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
4.Saman á Skaga 2022 Skýrsla
2301107
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir kynnir verkefnið: Saman á Skaga.
Bæjarráð þakkar Hildi Karen fyrir kynninguna á verkefni sem greinilega hefur reynst þátttakendum vel.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir kostnaðarmat og fjárþörf verkefnisins og málið komi að nýju fyrir bæjarráð til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir kostnaðarmat og fjárþörf verkefnisins og málið komi að nýju fyrir bæjarráð til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
5.Uppbygging við Jaðarsbakka
2211263
Drög að viljayfirlýsingu. Bæjarráð fól á fundi sínum þann 16. desember 2022, bæjarstjóra að vinna að gerð viljayfirlýsingar vegna hugmynda um uppbyggingu íþróttamannvirkja og heilsutengdrar ferðaþjónustu við Jaðarsbakka með fulltrúum Ísoldar fasteignafélags, Íþróttabandalagi ÍA og Knattspyrnufélagi Akraness.
Drög að viljayfirlýsingu lögð fram.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og gert ráð fyrir að málið verði lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Samþykkt 3:0
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og gert ráð fyrir að málið verði lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Samþykkt 3:0
6.Lækjarflói 16 - umsókn um lóð á Grænum iðngörðum
2301102
Umsókn um lóð á Grænum iðngörðum, Lækjarflói 16.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 7
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 7
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda og vísar ákvörðun um sameiningu lóða sbr. dagskrárlið nr. 7. til skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt: 3:0
Samþykkt: 3:0
7.Lækjarflói 18 - umsókn um lóð á Grænum iðngörðum
2301283
Umsókn um lóð á Grænum iðngörðum, Lækjarflói 18.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda og vísar ákvörðun um sameiningu lóða sbr. dagskrárlið nr. 6 til skipulags- og umhverfisráðs.
Samþykkt: 3:0
Halla Marta Árnadóttir víkur af fundi.
Samþykkt: 3:0
Halla Marta Árnadóttir víkur af fundi.
8.Stillholt 16-18 - húsnæðismál
2301113
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 9 og nr. 10.
VLJ víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Farið yfir húsnæðismál við Stillholt 16-18. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt: 2:0
VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.
Farið yfir húsnæðismál við Stillholt 16-18. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt: 2:0
VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.
9.Þjónustugjaldskrá - breyting
2205006
Breyting á þjónustugjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagða gjaldskrá um skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld og vísa henni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samþykkja framlagða gjaldskrá um skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld og vísa henni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gjaldskrá Akraneskaupstaðar um skipulags- og byggingarmál og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt 2:0, RBS situr hjá við afgreiðslu málsins.
10.Skógarhverfi 3C og 5, úthlutun lóða
2204169
Úthlutun lóða í Skógarhverfi, aðferðafræði og tímasetningar úthlutunar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hafin verði vinna við gerð skilmála og gagna fyrir úthlutun/sölu/útboð á byggingarrétti eftirfarandi lóða á eftirfarandi forsendum:
Skógahverfi, áfangar 1,2,3A,3C,4 og 5:
Einbýlishús, fyrirkomulag útdráttur, þar verði auk gatnagerðargjalds lagt á sérstakt byggingarréttargjald, kr. 25.000 á hvern fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, í samræmi við 3. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022.
Annað íbúðarhúsnæði, fyrirkomulag útboð á byggingarrétti, lágmarksgjald með gatnagerðargjaldi kr. 65.824 fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, sbr. 2. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022
Framangreindar tölur verði uppfærðar m.t.t. breytinga á byggingarvísitölu þegar úthlutun fer fram.
Tillaga að skilmálum, gögnum og tímasetningum verður lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar slík gögn verða tilbúin.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hafin verði vinna við gerð skilmála og gagna fyrir úthlutun/sölu/útboð á byggingarrétti eftirfarandi lóða á eftirfarandi forsendum:
Skógahverfi, áfangar 1,2,3A,3C,4 og 5:
Einbýlishús, fyrirkomulag útdráttur, þar verði auk gatnagerðargjalds lagt á sérstakt byggingarréttargjald, kr. 25.000 á hvern fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, í samræmi við 3. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022.
Annað íbúðarhúsnæði, fyrirkomulag útboð á byggingarrétti, lágmarksgjald með gatnagerðargjaldi kr. 65.824 fermetra sem heimilt er að byggja skv. skipulagi, sbr. 2. mgr. 6. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022
Framangreindar tölur verði uppfærðar m.t.t. breytinga á byggingarvísitölu þegar úthlutun fer fram.
Tillaga að skilmálum, gögnum og tímasetningum verður lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar slík gögn verða tilbúin.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um að hafin verði vinna við gerð skilmála og gagna fyrir úthlutun/sölu/útboð á byggingarrétti.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
11.Innanbæjarstrætó
2110009
Áætlaður kostnaður vegna gæslu í frístundastrætó liggur fyrir en sá þáttur var ekki hluti af fyrri ákvörðun vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni, samtals að fjárhæð kr. 1.422.000, vegna kostnaðar við að manna gæslu í frístundastrætó á árinu 2023. Fjármagninu verður ráðstafað af liðnum 20830-4995 og fært á Þorpið, deild 06310-1691.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðið verði í starfið sem fyrst.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ráðið verði í starfið sem fyrst.
Samþykkt 3:0
12.Þroskahjálp - stofnframlag
2101284
Fyrir liggur að Þroskahjálp hefur skilað inn stofnframlagi vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi sbr. erindi félagsins þess efnis frá 9. janúar 2023.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 17. janúar sl. og leggur ráðið áherslu á að uppbygging íbúðakjarna fyrir fatlað fólk haldi áfram og leggur til að skoðun fari fram á uppbyggingu fyrirhugaðra íbúðakjarna með tilliti til fjármögnunar og lóða.
Velferðar- og mannréttindaráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 17. janúar sl. og leggur ráðið áherslu á að uppbygging íbúðakjarna fyrir fatlað fólk haldi áfram og leggur til að skoðun fari fram á uppbyggingu fyrirhugaðra íbúðakjarna með tilliti til fjármögnunar og lóða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt: 3:0
Samþykkt: 3:0
13.Sólmundarhöfði 2 - Árnahús
2301245
Ákvörðun um framvindu málsins.
Bæjarráð ítrekar vilja sinn til endurgerðar Árnahúss í samvinnu við Minjastofnun Íslands og að framkvæmdinni verði háttað þannig að það hindri ekki stækkunarmöguleikann fyrir Höfða, hjúkrunar og dvalarheimili. Fyrir liggja drög að kostnaðaráætlun og ljóst að verkefnið er kostnaðarsamt og mun taka einhver ár í uppbyggingu en vilji bæjarráðs er til að kannaðir verði samstarfsmöguleikar við ýmsa aðila svo sem Fjölbrautarskóla Vesturlands þar sem nemendur á tréiðnaðarbraut undir handleiðslu kennara gætu komið að verkefninu sem og að leitað verði samstarfs við áhugasama einstaklinga um endurbyggingu eldri húsa. Verkefnið gæti orðið nokkurs konar samfélagsverkefni, keimlíkt því sem gert var í verkefninu "karlar í skúrnum" sem tekist hefur með ágætum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og heimilar nýtingu þess fjármagns til verkefnsisins sem greitt var Akraneskaupstað vegna tjóns sem varð á húsinu þann 10. maí 2021 og greitt út á árinu 2022 en um var að ræða greiðslu að fjárhæð alls kr. 3.750.000.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og heimilar nýtingu þess fjármagns til verkefnsisins sem greitt var Akraneskaupstað vegna tjóns sem varð á húsinu þann 10. maí 2021 og greitt út á árinu 2022 en um var að ræða greiðslu að fjárhæð alls kr. 3.750.000.
Samþykkt 3:0
14.Vesturgata 62 - gamla íþróttahúsið
2301246
Ákvörðun um framvindu málsins.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að húsið verði selt á almennum markaði en með tilteknum kvöðum sem m.a. varða tímalínu endurbóta, rif á viðbyggingu og hugmynda um fyrirhugaða notkun á húsinu. Afla þarf heimildar frá framkvæmdasýslu ríkisins vegna þessa en stofnunin fer með eignarhluta ríkisins í húsinu.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Samþykkt 3:0
15.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið
2301247
Ákvörðun um framvindu málsins.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til að húsið verði selt á almennum markaði en samkvæmt fyrirkomulagi þar sem veitt verði tiltekið svigrúm til mats á tilboðum, út frá hugmyndum um endurbætur og framtíðarnotkun, þ.m.t. stækkunarmöguleikum, fjárhagslegri getu (vilyrði eða bindandi loforð um fjármögnun) og öðrum þáttum. Gert er ráð fyrir ítarlegri kynningu á valforsendum í aðdraganda formlegs tilboðsferlis.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Samþykkt 3:0
16.Klifurfélag, salur Smiðjuvellir 17 - samningur og starfsleyfi
2212164
Fyrir liggja drög að leigusamningi vegna aðstöðu fyrir Klifurfélagið að Smiðjuvöllum 17.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá leigusamningi vegna aðstöðunnar skv. fyrirliggjandi upplýsingum frá leigusala en gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun.
Bæjarráð leggur áherslu á að húsnæðið uppfylli lagaleg skilyrði varðandi brunavarnir.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð leggur áherslu á að húsnæðið uppfylli lagaleg skilyrði varðandi brunavarnir.
Samþykkt 3:0
17.Innviðagjald Akraneskaupstaðar
2301276
Innviðagjald skv. gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar.
Í gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Akraneskaupstað nr. 1543/2022, sem birt var í Stjórnartíðindum þann 29. desember 2022, kemur eftirfarandi fram um innviðargjald í 4. mgr. 6. gr.:
"Þegar um er að ræða endurskipulagningu einstakra svæða skal bæjarráð leita samninga við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds til að standa undir auknum kostnaði sem leggst á sveitarfélagið vegna uppbyggingarinnar áður en gengið er frá skipulagsbreytingum."
Bæjarráð, með vísan til framangreinds, felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lóðarhafa á Breið, Garðabraut 1 og Smiðjuvöllum 12-22, áður en málsmeðferð vegna skipulagsbreytinga er að fullu lokið á þessum svæðum/lóðum.
Samþykkt 3:0
"Þegar um er að ræða endurskipulagningu einstakra svæða skal bæjarráð leita samninga við lóðarhafa um greiðslu innviðagjalds til að standa undir auknum kostnaði sem leggst á sveitarfélagið vegna uppbyggingarinnar áður en gengið er frá skipulagsbreytingum."
Bæjarráð, með vísan til framangreinds, felur bæjarstjóra að ganga til samninga við lóðarhafa á Breið, Garðabraut 1 og Smiðjuvöllum 12-22, áður en málsmeðferð vegna skipulagsbreytinga er að fullu lokið á þessum svæðum/lóðum.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 16:30.