Fara í efni  

Bæjarráð

3551. fundur 14. desember 2023 kl. 08:15 - 12:05 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Reglur 2024 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2312070

Tillaga um reglur er varða afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2024.



Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 2.
Bæjarráð samþykktir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2024 og vísar þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

2.Mánaðayfirlit 2023

2303108

Rekstraryfirlit janúar - október 2023
Lagt fram.

Kristjana Helga víkur af fundi.

3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Lokaskýrsla stýrihóps um Samfélagsmiðstöð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

LL og VLJ bóka:
Bæjarráð þakkar stýrihópnum fyrir þeirra miklu vinnu og afar vandaða lokaskýrslu.

4.Útgerðin jólaball 26. desember - tækifærisleyfi

2312100

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar Ásborg bar ehf. um tækifærisleyfi 26. desember (aðfararnótt 27. desember 2023) frá kl. 23.59 - 4:00.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis vegna viðburðarins en að opnunartíminn verði til kl. 03:00 aðfararnótt 27. desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

5.Flugeldasýning 6. janúar 2024 (á þrettándanum)

2312111

Umsókn Björgunarfélags Akraness um leyfi landeiganda til að halda þrettándabrennu,flugeldasýningu á þrettándanum (6. janúar 2024) sem og um leyfi til sölu Flugelda.
Bæjarráð staðfestir heimild Björgunarfélagsins til að halda flugeldasýningu og brennu á svæði við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum á þrettándanum en félagið annast þessa viðburði í samstarfi við Akraneskaupstað.

Þá gerir bæjarráð ekki athugasemdir við útgáfu leyfis til félagsins vegna fyrirhugaðrar sölu á skoteldum í smásölu í húsnæði félagsins að Kalmansvöllum 2 að fullnægðum þeim skilyrðum sem byggingarsfulltrúi, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar og e.a. aðrir viðbragðsaðilar kunna að setja fyrir leyfisveitingunni.

Samþykkt 3:0

6.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023

2310110

Fyrirliggjandi rekstrarsamningur aðila er frá 2019 með gildistíma frá 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023.



Heimild er til framlengingar samningsins í eitt ár í senn, að hámarki tvisvar og því er ljóst að í seinasta lagi þarf að huga að nýju útboði á árinu 2025.



Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningarmála situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár, til ársloka 2024.

Bæjarráð felur menningar- og safnanefnd að útfæra tillögur með það að markmiði að þetta magnaða hús nýtist sem best í þágu menningarlífs á Akranesi. Tillögur þar að lútandi liggi fyrir eigi síðar en 30. mars nk. enda verði þær nýttar til undirbúnings væntanlegs útboðs er gildandi samningur rennur sitt skeið. Samráð verði haft við forstöðumenn Akraneskaupstaðar í þeirri vinnu.

Samþykkt 3:0

Vera Líndal víkur af fundi.

7.Miðbæjarsamtökin Akratorg

2312030

Fulltrúar frá Miðbæjarsamtökunum mæta á fundinn.



Ólafur Páll Gunnarsson, Guðni Hannesson og Anna Ahlbrecht.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Miðbæjarsamtakanna kærlega fyrir komuna á fundinn og uppbyggilegt samtal.

Gestir víkja af fundi.

Fundi slitið - kl. 12:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00