Bæjarráð
1.Teigasel - styrkveiting til starfsfólks
1302085
2.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013.
1301584
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Almannavarnarnefnd Akraness 2013
1301528
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Skólamál 2013 - starfshópur
1211114
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Stjórn Akranesstofu - 58
1301031
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Minigolfbrautir
1302082
Bæjarráð samþykkir að kaupa fimm golfbrautir af Trésmiðjunni Akri. Golfbrautirnar sem voru framleiddar á árinu 2012 í samvinnu við Akraneskaupstað að fjárhæð kr. 550.000.- verði gjaldfærðar á rekstrarárið 2012. Framkvæmdastofu verði falið að finna góða staðsetningu á golfbrautunum, í samræmi við gildandi deiliskipulag.
7.Áætlun vegna netkerfa 2013.
1301015
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun vegna netkerfa á árinu 2013. áætluninni er skipt upp í tvo verkhluta en kostnaður við verkhluta 1 er áætlaður kr. 3.670.000 og við verkhluta 2 áætlaður kr. 1.620.000.-
Fjárhæð, samtals um kr. 5.290.000, verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4660-1 ,,viðhald áhalda."
8.Uppfærsla á netþjónustum og öryggi
1301298
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Upplýsingatæknifélagsins Omnis ehf. í eldveggjaþjónustu o.fl. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu samtals að fjárhæð um kr. 770.000 án vsk. á árinu 2013:
Upphæðin skiptist í:
1. Vegna vinnu við uppfærslu á netþjónustum og öryggi kr.340.000.- án vsk.
2. Mánaðarlegur kostnaður vegna SonicWall lausnar
kr. 43.000 án vsk. pr. mán. eða kr. kr. 430.000.- án vsk. á árinu 2013.
Fjárhæðin komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af fjárhagsliðnum 28-95-4995-1 ,,óviss útgjöld“.
9.Síminn - samskiptalausn
1208065
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir kostnaði vegna endurnýjunar símkerfa í stofnunum Akraneskaupstaðar að fjárhæð samtals kr.1.762.000 í viðauka fjárhagsáætlunar 2013 og komi af fjárhagsliðnum 21-95-4660-1 ,,viðhald áhalda“. Gert verði ráð fyrir útgjöldum áranna 2014-2016 í fjárhagsáætlunum stofnana viðkomandi ára vegna leigu á búnaði.
Upphæðin skiptist þannig:
1. Vegna endurnýjunar símkerfa kr. 1.600.000
2. Vegna vinnu Omnis í verkefninu kr. 162.000
10.Endurgreiðsluhlutfall v/ 2012 - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
1302020
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.
11.Íslenska vitafélagið - dagskrá um strandmenningu
1301572
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka erindið til afgreiðslu.
12.Stefnumót við Skagamenn - það sem elstu menn muna
1301249
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag samtals að fjárhæð kr. 500.000.- Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar af fjárhagsliðnum 21-89-5948-1 ,,aðrir styrkir og framlög, ýmsir styrkir".
13.Strætó bs. - fyrirspurn
1301306
Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að svara erindinu.
14.OR - sala fasteigna OR við Bæjarháls og Réttarháls
1301574
Afgreiðslu frestað.
15.Smiðjuvellir - tenging við almenningssamgöngur
1302029
Bæjarráð þakkar ábendinguna og samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá Skipulags- og umhverfisstofu.
16.FEBAN - styrkbeiðnir 2012 og afgreiðsla á þeim.
1212181
Einnig óskar fjölskylduráð eftir því að kannað verði hvort hægt verði að nýta húsnæði í kjallara Landsbankahússins undir námskeiðahaldið.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs um styrkveitingu til FEBAN að upphæð kr. 60.000.- Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar af fjárhagsliðnum 21-89-5948-1 ,,aðrir styrkir og framlög, ýmsir styrkir".
Bæjarráð samþykkir að vísa erindi fjölskylduráðs varðandi nýtingu húsnæðis til námskeiðahaldsins í kjallara Landsbankahússins til skoðunar hjá Framkvæmdastofu.
17.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.
1211093
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
Fundi slitið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.