Bæjarráð
1.Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013
1211128
2.IPA umsókn um fjármagn - Rauði krossinn
1205072
Lagt fram.
3.Securstore - ítrekun á greiðslu reiknings.
1211162
Tölvupóstur bæjarstjóra dags. 26.11.2012.
Bæjarstjóra falið að leita sátta í málinu.
4.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
1206088
Lagðar fram.
5.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012
1202065
Lögð fram.
6.OR - fundarboðun eigendafundar 30. nóv
1211202
Bæjarstjóri mun sækja fundinn í samræmi við samþykktir þar um.
7.Krókatún 1 - veðleyfi
1210199
Bæjarráð samþykkir tillöguna og heimilar bæjarstjóra að undirrita veðleyfi skv framangreindu.
8.Frumvarp til laga nr. 303 - um sjúkratryggingar
1211159
Lagt fram.
9.Innanríkisráðuneytið - samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða
1211192
Lagt fram.
10.Snorrastofa Reykholti - samkomulag um rekstur
1211153
Erindinu vísað til umsagnar stjórnar Akranesstofu.
11.Almenningssamgöngur - athugasemd vegna breytinga á reglugerð.
1211075
Vísað til umfjöllunar atvinnumálanefndar.
12.Skaginn hf. - gatnagerðargjöld
1210196
Gunnar Sigurðsson sat fundinn við umfjöllun þessa liðar í stað Einars Brandssonar sem er vanhæfur við umfjöllun málsins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Gunnar vék af fundi kl. 16:20 og í hans stað mætti til fundar Einar Brandsson.
13.Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.
1211093
Vísað til stjórnar Akranesstofu til umfjöllunar.
14.Deiliskipulag í Stjórnartíðindum - áríðandi tilkynning
1211125
Vísað til umfjöllunar skipulags- og umhverfisstofu.
15.Fjárhagsáætlun 2013 - Fjölskyldustofa
1208119
Lagt fram.
16.Fjárhagsáætlun 2012- Fjölskyldustofa
1110153
Hrönn vék af fundi kl. 17:23, við afgreiðslu þessa liðar, með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir tillöguna. Tilfærslu fjárhagsáætlunar verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun 2012.
Hrönn mætti til fundar að nýju kl. 17:28.
17.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
Hrönn vék af fundi kl. 17:15, við afgreiðslu þessa liðar, með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðunum 21-95-1690, og 4995, aðrar launagreiðslur og óviss útgjöld.
Hrönn mætti til fundar að nýju kl. 17:20.
18.Trúnaðarlæknir - verksamningur 2012
1211170
Bæjarráð samþykkir samninginn.
19.Höfði - framkvæmdir við endurbyggingu hjúkrunardeildar
1210028
Tölvupóstur bæjarritara dags. 24. október 2012 til bæjarráðs og tölvupóstur endurskoðanda frá 24. október 2012 til bæjarritara sem upplýsingar bæjarritara til bæjarráðs byggði á.
Lagt fram.
20.Ýmis starfsmannamál - starfsmannastefna.
1110136
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að bæjarstjóri gefi bæjarstjórn, mánaðarlega í lok síðari fundar hvers mánaðar, munnlega skýrslu um verkefni, fundi og önnur störf sem hann hefur komið að og ekki hefur verið getið í fundargerðum ráða, nefnda og stjórna kaupstaðarins.
21.Almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar
1211195
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
Fundi slitið - kl. 18:05.
Lagt fram.