Fara í efni  

Bæjarstjórn

1258. fundur 22. ágúst 2017 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Stefán Þór Þórðarson
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson stýrir fundi í forföllum Sigríðar Indriðadóttur.
Forseti býður fundarmenn velkomna eftir sumarleyfi bæjarstjórnar.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 25. maí síðastliðnum.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Á 63. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 16. ágúst 2017 var fjallað um tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Breytingarnar fela í sér að matsviðmiði verður bætt við reglurnar og eru eftirfarandi:
Við þriðju grein bætist við 6. liður.
'Staða umsækjanda verður að vera metin að lágmarki til sex stiga, þar af að lágmarki til tveggja stiga hvað varðar félagslegar aðstæður, sbr. matsviðmið í fylgiskjali með reglum þessum.'

Ný grein sem verður númer 6 og færast aðrar greinar um eitt númer. 6. grein verður þannig:
'Viðmið vegna mats á félagslegum aðstæðum. Mat á félagslegum aðstæðum umsækjenda fer að meginstefnu eftir sömu sjónarmiðum og þegar önnur aðstoð er veitt á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.'
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti tillögu um breytingar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi sbr. tillögu velferðar- og mannréttindaráðs en þó með þeirri breytingu að í 2. mgr. 1. gr. er bætt við orðalaginu "og félagslegra aðstæðna.".

Samþykkt 9:0.

3.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3214. fundargerð bæjarráðs frá 15. júní 2017.
3215. fundargerð bæjarráðs frá 29. júní 2017.
3216. fundargerð bæjarráðs frá 13. júlí 2017.
3217. fundargerð bæjarráðs frá 27. júlí 2017.
3218. fundargerð bæjarráðs frá 10. ágúst 2017.
Til máls tóku:
VLJ um fundargerð nr. 3217, lið nr. 9.
ÓA um fundargerð nr. 3217, lið nr. 9 og um fundargerð nr. 3216, lið nr. 14.
IP um fundargerð nr. 3216, lið nr. 14 og um fundargerð 3217, liði nr. 3 og nr. 9.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

63. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. júní 2017.
64. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2017.
65. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 25. júlí 2017.
66. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. ágúst 2017.
Til máls tók:
ÞG um fundargerð 63,lið nr. 3, um fundargerð nr. 64. lið nr. 1, um fundargerð 65, lið nr. 1 og um fundargerð 66, lið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

61. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. júní 2017.
62. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 28. júní 2017.
63. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. ágúst 2017.
Til máls tók:
VÞG um 62. fundargerð, lið nr. 1. og 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

63. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 9. júní 2017.
64. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. júní 2017.
65. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 10. júlí 2017.
66. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 24. júlí 2017.
Til máls tóku:
IV um fundargerð nr. 65, lið nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 65, lið nr. 3.
VÞG um fundargerð nr. 65, lið nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 65, lið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - Orkuveita Reykjavíkur

1701023

244. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. apríl 2017.
245. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. maí 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1701020

851. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - Faxaflóahafnir

1701024

158. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 16. júní 2017.
159. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 18. ágúst 2017.
IV um fundargerð nr. 159, lið nr. 5.
EBr um fundargerð nr. 159, lið nr. 5.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00