Fara í efni  

Bæjarstjórn

1149. fundur 12. júní 2012 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Magnús Freyr Ólafsson (MFÓ) varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stýrði fundi og bauð hann fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti leitaði afbrigða við að taka á dagskrá yfirlýsingu bæjarstjórnar við Landsbankann hf. um húsnæðiskaup svo og tillögu um breytingu á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.
Samþykkt 7:0 - SK, GPJ, DJ, MFÓ, ÞÞÓ, IV, EBen
Hjá sátu GS og EB.

1.

1.1.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

2.Fjölskylduráð - 91

1205024

Fundargerð fjölskylduráðs frá 4. júní 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.1.Fjölskyldustofa, fjárhagsyfirlit jan-mars 2012

1205131

2.2.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

2.3.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

2.4.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205142

2.5.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205152

2.6.Húsnæðismál apríl 2012

1204044

2.7.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

2.8.Málefni fatlaðra - kostnaður sveitarfélaga

1201476

2.9.Starf forstöðumanns 100% - búseta fatlaðra

1204076

2.10.Starf félagsráðgjafa - 60% í barnavernd

1204080

2.11.fjárhagsaðstoð-áfrýjun

1205142

3.Fjölskylduráð - 90

1205016

Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.1.Kirkjubraut 50 fyrirspurn um breytingu í íbúðarhús

1206028

3.2.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012.

1206010

3.3.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

3.4.Könnun á ferðatilhögun Akranes/Reykjavík

1203176

3.5.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Til máls tók ÞÞÓ, MFÓ

3.6.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

3.7.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

Til máls tóku MFÓ, GPJ

3.8.Deiliskipulag - Jörundarholt

1206004

3.9.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

3.10.Breiðargata 8 umsókn um klæðningu

1205150

4.Framkvæmdaráð - 78

1206007

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. júní 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Til máls tók forseti bæjarstjórnar og lagði hann fram eftirfarandi tillögu að ályktun:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að setja á stofn starfshóp til að fara yfir bæjarmálasamþykkt og skipurit bæjarins og gera tillögur til bæjarstjórnar um breytingar. Starfshópurinn skal skipaður einum fulltrúa frá hverju þeirra framboða er sæti á í bæjarstjórninni. Starfshópurinn skal stefna að því að skila tillögum sínum fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í ágúst. Starfshópurinn kýs sér formann.
Helstu álitaefni sem starfshópurinn skal skoða eru eftirfarandi:

  • Skipulag stofa með tilliti til nýrra og breyttra verkefna bæjarskrifstofunnar
  • Fjölda fulltrúa í ráðum og atkvæðisrétt og hverjir geti setið þar
  • Hlutverk Akranesstofu og verkefni sem falla undir hana
  • Önnur atriði sem varða tillögur starfshópsins, s.s. laun bæjarfulltrúa og þeirra er sitja í ráðum og nefndum.

Greinargerð
Nú er allnokkuð síðan að gerðar voru veigamiklar breytingar á skipuriti og bæjarmálasamþykktum kaupstaðarins. Reynsla er því komin á hvernig til hefur tekist og þó að almennt sé ekki heppilegt að gera ört viðamiklar skipulagsbreytingar er ávallt nauðsynlegt að laga skipulag að nýjum aðstæðum, verkefnum og viðhorfum.
Stórum verkefnaflokki, málefnum fatlaðs fólks, er nú sinnt af bænum og málefni aldraðra kunna að flytjast til kaupstaðarins innan tíðar. Vegna þessa kann að vera skynsamlegt að breyta skipuriti og innra starfi bæjarskrifstofunnar.
Ljóst er að núverandi skipulag fellur ekki vel að pólitískri samsetningu í bæjarstjórninni, gefur litlum minnihluta takmörkuð völd og veldur því að aðalfulltrúar í bæjarstjórn þurfa að sitja í fleiri en einu ráði. Við þessu þarf að bregðast, t.d. með því að gera varafulltrúum kleift að sitja í ráðum til að dreifa álagi á kjörna fulltrúa."

Til máls tóku: SK, GS, bæjarstjóri, EB, ÞÞÓ, bæjarstjóri, SK, GPJ, SK.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæðagreiðslu.

Tillagan samþykkt 9:0.

6.Suðurgata 57 - Gamla Landsbankahúsið

1105130

Yfirlýsing bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.

Til máls tók forseti bæjarstjórnar og lagði hann fram eftirfarandi yfirlýsingu:

,,Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ganga til samninga við Landsbankann hf. um kaup á húsi að Suðurgötu 57 á Akranesi, ásamt bílskúr og lóð að Suðurgötu 47. Landsbankinn hf. hefur boðið Akraneskaupstað húsið og lóðina til kaups fyrir kr. 35 milljónir.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar vill taka tilboði bankans um kaup á húsinu og lóðinni því hún telur afar mikilvægt að ná yfirráðum yfir húsinu og meðfylgjandi lóð til að hefja megi markvissa uppbyggingu Akratorgs og endurreisn gamla miðbæjarins og auka um leið blómlegt mannlíf og viðeigandi umsvif þar. Bæjarstjórn telur að þetta sé mjög brýnt verkefni og mikið hagsmunamál fyrir Akraneskaupstað og Akurnesinga alla í bráð og lengd.
Samkvæmt áætlunum tæknimanna kaupstaðarins má lagfæra gamla Landsbankahúsið fyrir u.þ.b. 20 milljónir kr. þannig að á næstu vikum megi flytja þangað starfsemi sem tengist kaupstaðnum og á vel heima í húsinu og nú er greidd leiga fyrir í húsnæði annars staðar, s.s. upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, endurhæfingarhúsið HVER og starfsstöð fyrir Símenntunarmiðstöð Vesturlands á Akranesi.
Gert er ráð fyrir að mat og ákvörðun varðandi nýtingu hússins til lengri tíma litið fari til gaumgæfilegrar skoðunar og umfjöllunar á viðeigandi vettvangi hjá kaupstaðnum og þar verði m. a. tekið til skoðunar hvort stefna beri að því að stjórnsýslu Akraneskaupstaðar verði komið fyrir í húsinu.
Það er mat bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar að m.t.t. þess mikla ávinnings sem Akurnesingar hafa af því að ná sameiginlega yfirráða- og ráðstöfunarrétti yfir gamla Landsbankahúsinu við Akratorg og meðfylgjandi lóð sé kaupverðið mjög hagstætt. Í því sambandi má einnig benda á að fasteignamat húss og lóðar er kr. 129.990.000 og brunabótamat kr. 374.630.000.
Eftir að gengið hefur verið frá samningi um kaup Akraneskaupstaðar á gamla Landsbankahúsinu og meðfylgjandi lóð er gert ráð fyrir að gerður verði samningur Akraneskaupstaðar og Landsbankans hf. um áframhaldandi viðskipti kaupstaðarins við bankann og að horfið verði frá fyrirætlunum um útboð á bankaviðskiptum kaupstaðarins.
Sameiginlega þræði í sögu bæjarins og bankans má rekja aftur um liðlega hálfa öld, allt til ársins 1964 þegar Sparisjóður Akraness sameinaðist Landsbanka Íslands. Landsbankinn hf og forveri hans hafa því lengi verið viðskiptabanki Akraneskaupstaðar.
Í ár á Akraneskaupstaður 70 ára afmæli er því við hæfi að hefja endurreisn gamla miðbæjarins og þá sérstaklega umhverfið við Akratorg."

Akranesi, 12. júní 2012.

Sveinn Kristinsson (sign)

Guðmundur Páll Jónsson (sign)

Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)

Þröstur Þór Ólafsson (sign)

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

Einar Benediktsson (sign)

Dagný Jónsdóttir (sign)

Til máls tóku: EB, GPJ, GS, EBen., bæjarstjóri, EB, GPJ, SK.

EB lagði til að yfirlýsingunni verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Tillagan EB felld 2:7.

Með voru GS, EB.

Á móti: SK, GPJ, DJ, MFÓ, ÞÞÓ, IV, EBen.

Forseti bar yfirlýsinguna upp til samþykktar.

Yfirlýsingin samþykkt 7:0.

Með voru: SK, GPJ, DJ, MFÓ, ÞÞÓ, IV, EBen.

Á móti GS, EB.

7.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.

1206062

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 28. ágúst nk. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 62. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."

Samþykkt 9:0.

8.Höfði - fundargerðir 2012

1201438

14. fundargerð stjórnar Höfða frá 30. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Faxaflóahafnir sf. - aðalfundur 2012

1204083

Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna frá 11. maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.OR - fundargerðir 2012

1202192

172. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. apríl 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.1.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2012

1203183

10.2.Skógahverfi - leikvöllur

1206044

10.3.Starf í þjónustumiðstöð/dýraeftirlit

1205139

10.4.Langisandur - viðgerð á útisturtu

1205101

10.5.Vinnuskóli Akraness - laun 2012

1204116

11.Skipulags- og umhverfisnefnd - 68

1205021

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. júní 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.1.Fjöliðjan - skipurit og starfsmannahald

1205197

11.2.Umsókn um launað námsleyfi júní 2012

1205198

11.3.Ferðaþjónusta fatlaðra, leiðbeinandi reglur

1202043

11.4.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

11.5.Launalaust leyfi

1205136

11.6.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1206016

11.7.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1206017

11.8.Fjárhagserindi - áfrýjun

1103062

11.9.Húsaleigubætur - áfrýjun

1206027

11.10.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

1205196

12.Grenjar - hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 5. júní 2012, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grenja - hafnarsvæðis verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 20:00 í bæjarþingsalnum.

Samþykkt 9:0.

12.1.Saga Akraness - ritun.

906053

Til máls tóku EB, bæjarstjóri

12.2.Garðakaffi - samningur um rekstur 2012

1203207

12.3.Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012

1203206

12.4.Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar 2012

1204005

Til máls tók GS.

12.5.Þróunar- og nýsköpunarfélag Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna.

1205062

12.6.Innheimta fasteignagjalda - samningur

1204097

12.7.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

12.8.Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórnum.

1204124

12.9.Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórnum.

1204124

13.Bæjarráð - 3154

1205018

Fundargerð bæjarráðs frá 24.maí 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Bæjarstjórn - 1148

1205017

Fundargerð bæjarstjórnar frá 22. maí 2012.

Fundargerðin staðfest 9:0.

14.1.Kalmansbraut - viðhald

1205133

15.Deiliskipulag - Grófurðunarsvæði

1205064

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. maí og 6. júní 2012, þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að láta vinna tillögu að deiliskipulagi af grófurðunar- og vélahjólasvæði.

Samþykkt 9:0.

16.Gjaldskrár íþróttamannvirkja 2012

1201089

Bréf bæjarráðs dags. 25. maí 2012, þar sem gerð er tillaga um að taka upp sérstakt árskort í þreksal sem kostar kr. 28.900,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Samþykkt 9:0.

17.Forsetakosningar 30. júní 2012

1204036

Bréf bæjarráðs dags. 25. maí 2012, um fyrirkomulag á kjördegi, frágang kjörskrár og launakostnað til kjörstjórna. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Samþykkt 9:0.

18.Framkvæmdaráð - kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarstjór

1206061

Tilnefning kom fram um Gunnar Sigurðsson (D) sem áheyrnarfulltrúa og Karen Jónsdóttur (D) sem varaáheyrnarfulltrúa.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

19.Framkvæmdaráð - kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. ákvæðum 70. gr. samþ

1206056

Tilnefning kom fram um eftirtalda aðila:

Aðalmenn:

Einar Benediktsson (S), formaður

Sveinn Kristinsson (S), varaformaður

Guðmundur Páll Jónsson (B)

Varamenn:

Magnús Freyr Ólafsson (S)

Gunnhildur Björnsdóttir (S)

Kjartan Kjartansson (B)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantalin réttkjörin í framkvæmdaráð Akraneskaupstaðar til eins árs.

20.Fjölskylduráð - kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarstjór

1206060

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson (D)sem áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráði og Önnu Maríu Þórðardóttur (D) sem varaáheyrnarfulltrúa til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

21.Fjölskylduráð - kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs samkvæmt ákvæðum 64. gr.

1206055

Tilnefning kom fram um eftirtalda aðila:

Aðalmenn:

Þröstur Þór Ólafsson (V), formaður

Dagný Jónsdóttir (B), varaformaður

Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)

Varamenn:

Hjördís Garðarsdóttir (V)

Elsa Lára Arnardóttir (B)

Magnús Freyr Ólafsson (S)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantalin réttkjörin í fjölskylduráð Akraneskaupstaðar til eins árs.

22.Bæjarráð - kosning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. 58. gr. samþykktar um st

1206059

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson (D) sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og Gunnar Sigurðsson (D) sem varaáheyrnarfulltrúa til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

23.Bæjarráð - kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. 13. gr.

1206054

Tilnefning kom fram um eftirtalda:

Aðalmenn:

Guðmundur Páll Jónsson (B), formaður

Hrönn Ríkharðsdóttir (S), varaformaður

Þröstur Þór Ólafsson (V)

Varamenn:

Dagný Jónsdóttir (B)

Guðmundur Þór Valsson (S)

Hjördís Garðarsdóttir (V)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram. Eru því ofantalin réttkjörin í bæjarráð Akraneskaupstaðar til eins árs.

24.Bæjarstjórn - kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum n

1206058

Til máls tók Guðmundur Páll Jónsson og bar fram tillögu um Einar Brandsson (D) sem 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

25.Bæjarstjórn - kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum n

1206057

Til máls tók Guðmundur Páll Jónsson og bar fram tillögu um Guðmund Pál Jónsson (B) sem 1. varaforseta til eins árs.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

25.1.Strætó bs. - niðurgreiðsla á fargjöldum

1205123

25.2.SSV - stjórnarfundir 2012.

1203022

25.3.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

25.4.Heilbrigðiseftirlit - greiðsluframlag 2012

1201193

25.5.Kynnisferð til Brussel 18.-20. júní.

1104132

25.6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012

1205130

25.7.Skógræktarfélag - samstarf um skógrækt og útivistarsvæði

1205112

25.8.Lánasjóður sveitarfélaga - breytilegir útlánsvextir

1202069

25.9.Höfðagrund - skemmdir á varnargarði

1205118

25.10.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2012 endurskoðun

1205113

25.11.Akraneshöfn 2012 - starfshópur v. uppbyggingar

1112153

25.12.Stillholt 21 - framtíð lóðar.

1107105

26.Bæjarstjórn - kosning forseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum nr. 138/

1206053

Til máls tók Guðmundur Páll Jónsson og bar fram tillögu um Svein Kristinsson (S) sem forseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabilsins.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

Forseti þakkar það traust sem honum er sýnt með kjörinu.

26.1.Starfsreglur um sérkennslu í leikskólum á Akranesi

1205051

26.2.Málefni aldraðra - skipan starfshóps

1203023

26.3.Búseta fatlaðra framtíðarhugmyndir

1204075

26.4.Sérdeild - umsókn um aukið fjármagn vegna ársins 2012.

1205114

26.5.Gjaldskrár íþróttamannvirkja 2012

1201089

26.6.Langisandur - viðgerð á útisturtu

1205101

26.7.Forsetakosningar 30. júní 2012

1204036

26.8.Leikskólar - fjárveiting v. vinnufatnaðar

1204060

26.9.Verklagsreglur um ráðningar hjá Akraneskaupstað

1112104

26.10.Samkomulag um launakjör

1203122

Til máls tóku EB, GPJ, bæjarstjóri, EB, bæjarstjóri, SK.

EB lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Bókun Einars Brandssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna liðar nr. 11, málsnr. 1203122 - Samkomulag um launakjör úr fundargerð bæjarráðs 3154 frá 24. maí 2012.

Þrátt fyrir slæma fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og þeirrar staðreyndar að nauðsynlegt er að ráðist sé í niðurskurð á útgjöldum bæjarins og þá ekki síst að ná niður launakostnaði þá ákveður meirihlutinn að sýna það fordæmi að hækka verulega laun bæjarritara, eins launahæsta starfsmanns bæjarins. Þetta fordæmi sem meirihlutinn sýnir með þessari ákvörðun verður ekki til að auðvelda nauðsynlegar aðgerðir á næstu misserum."

12.06.2012.

Einar Brandsson (sign)

Þar sem þetta er síðasti fundur bæjarstjórnar Akraness fyrir sumarfrí óskað forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum og bæjarbúum öllum gleðilegs sumars. Undir þau orð tóku bæjarfulltrúar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00