Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
1.Hátíðarfundur vegna 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar
2205106
80 ára afmæli Akraneskaupstaðar.
Til máls tóku:
EBr og ELA.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að stofnaður verði „Listkaupasjóður Akraneskaupstaðar“ sem hafi það markmið að kaupa listaverk til notkunar í almenningsrýmum innan og utan dyra með áherslu á verk eftir listamenn frá Akranesi.
Ákvarðanir um kaup á listaverkum verði í höndum menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt að sjóðnum verði lagðar til 2,5 milljónir kr. Á árinu 2022, sem mætt verði með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.
Bæjarstjórn Akranes samþykkir viðauka nr. 8 sem færður verður á deild 05580-5857(listaverk) og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.
Samþykkt 9:0
Forseti opnar fyrir almennar stjórnmálaumræður í bæjarstjórn Akraness af því tilefni að þetta er síðasti fundur bæjarstjórnar Akraness kjörtímabilið 2018 til 2022.
RÓ, EBr, BD, SMS, KHS, ÓA, SFÞ og VLJ úr stól forseta.
EBr og ELA.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að stofnaður verði „Listkaupasjóður Akraneskaupstaðar“ sem hafi það markmið að kaupa listaverk til notkunar í almenningsrýmum innan og utan dyra með áherslu á verk eftir listamenn frá Akranesi.
Ákvarðanir um kaup á listaverkum verði í höndum menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt að sjóðnum verði lagðar til 2,5 milljónir kr. Á árinu 2022, sem mætt verði með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.
Bæjarstjórn Akranes samþykkir viðauka nr. 8 sem færður verður á deild 05580-5857(listaverk) og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins.
Samþykkt 9:0
Forseti opnar fyrir almennar stjórnmálaumræður í bæjarstjórn Akraness af því tilefni að þetta er síðasti fundur bæjarstjórnar Akraness kjörtímabilið 2018 til 2022.
RÓ, EBr, BD, SMS, KHS, ÓA, SFÞ og VLJ úr stól forseta.
Forseti þakkar bæjarfulltrúum fyrir samstarfið undanfarin fjögur ár.
Forseti óskar nýjum bæjarfulltrúum innilega til hamingju með niðurstöðu kosninganna þann 14. maí síðastliðinn og velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru á kjörtímabilinu 2022 til og með 2026.
Forseti óskar nýjum bæjarfulltrúum innilega til hamingju með niðurstöðu kosninganna þann 14. maí síðastliðinn og velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru á kjörtímabilinu 2022 til og með 2026.
Fundi slitið - kl. 18:22.