Bæjarstjórn
1.
1.1.Vélaskemma fyrir golfklúbbinn
1005091
Vísað til kynningar hjá bæjarfulltrúum.
1.2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.
1009122
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að Guðmundur Þór Valsson formaður nefndarinnar, Magnús Freyr Ólafsson nefndarmaður og Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri sæki fundinn.
Lagt fram.
2.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu
1009124
Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vogabraut 32, 34, 36 og 38.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
3.Umsókn um skilti við Hausthúsatorg
1009133
Nefndarmenn gera sér grein fyrir mikilvægi auglýsingaskilta fyrir fyrirtæki og félagasamtök en geta ekki orðið við beiðninni um varanlegt skilti að svo stöddu en samþykkja stöðu skiltis til bráðabirgða í tvo mánuði meðan unnið er að varanlegri lausn. Frágangur og staðsetning skal vera í samráði við byggingarfulltrúa.
Nefndin felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að lausn á auglýsingaskiltum í bæjarlandinu til að verða við þeirri þörf sem talin er vera fyrir auglýsingar. Nefndin gerir það að tillögu sinni að haldinn verði fundur með hagsmunaaðilum um málið.
Til máls tók EB
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþ. 8:0.
EB situr hjá með vísan til sveitarstjórnarlaga um vanhæfi.
4.Stjórn Akranesstofu - 35
1010001
Fundargerðin lögð fram.
4.1.Bókasafn - lengri opnunartími
1003173
Stjórn Akranesstofu leggur áherslu á að þjónusta bókasafnsins sé aðgengileg fyrir sem flesta bæjarbúa. Fyrir liggur að með tillögu bæjarbókavarðar um opið bókasafn á laugardögum frá kl. 11:00 til 14:00 geta Akurnesingar sem t.d. sækja vinnu til Reykjavíkur sem og fjölskyldur sótt sér fróðleik og skemmtun á bókasafnið. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að breytingar á afgreiðslutíma verði samþykktar og tekið tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011. Lagt er til að breyttur afgreiðslutími taki gildi frá og með næstu áramótum.
Lagt fram.
4.2.Málefni Ljósmyndasafns Akraness
909012
Verkefnastjóri lagði fram gögn um starfsemi nokkurra ljósmyndasafna víða um land og gerði lauslega grein fyrir rekstrarfyrirkomulagi og skipulagi þeirra. Verkefnastjóra er falið að leggja fram tillögu að starfi og stefnu Ljósmyndasafnsins á næsta fundi stjórnar.
Lagt fram.
4.3.Byggðasafnið í Görðum - breytingar á stofnskrá
902164
Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafns að leggja fram tillögur að þeim breytingum sem Safnaráð kallar eftir í bréfi sínu og leggja fram á næsta fundi stjórnar.
Lagt fram.
4.4.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.
1008026
Verkefnastjóri gerði grein fyrir umfangi viðkomandi viðburða. Stjórn Akranesstofu óskar eftir því að bæjarráð veiti viðbótarfjárveitingu til Vökudaga að upphæð krónur 750.000 og til jólatrésskemmtunar á Akratorgi að upphæð krónur 350.000, enda er jólatréð sjálft, uppsetning þess og skreyting á forræði Framkvæmdastofu.
Lagt fram.
5.Framkvæmdaráð - 45
1009019
Fundargerðin lögð fram.
Til máls tók GRG varðandi bifreiðastæði og akstur bifreiða við vatnsból í Akrafjalli. Hann benti jafnframt á hættu í gönguleið í klettabelti í Akrafjallinu.
HR og KJ tóku undir með GRG.
5.1.Framkvæmdir á Jaðarsbökkum.
1009118
Samþykkt að vísa erindinu til starfshóps sem vinnur að úttekt og forgangsröðun verkefna í íþróttamannvirkjum bæjarins svo og vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2011 hvað viðhaldsverkefni varðar sem fram koma í bréfinu.
Lagt fram.
5.2.Vesturgata og Bakkatún. Yfirborðsfrágangur.
1009129
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að gott samstarf sé við verktaka til að tryggja að frágangur verka sé í hverju tilfelli góður.
Lagt fram.
5.3.Íþróttamannvirki - viðhaldsverkefni
1008083
Lagt fram.
5.4.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn
1001013
Heildarkostnaður við verkið var um 14,4 m.kr með umsjónarkostnaði og teiknivinnu. Verkið var boðið út á sínum tíma og var lægsta tilboð tæplega 14,8 m.kr, án umsjónarkostnaðar og teiknivinnu, en ákveðið var að hafna öllum tilboðum og að framkvæmdastofa myndi annast verkið með verktökum og eigin starfsmönnum.
Lagt fram til upplýsingar á fundi framkvæmdaráðs.
Til máls tóku: Bæjarstjóri
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar bæjarfulltrúa frá fundi 28. sept. s.l. varðandi kostnað við þakviðgerðir á Grundaskóla.
Lagt fram.
5.5.Eignir Akraneskaupstaðar - Sláttuvél og hoppukastalar.
1009158
Afgreiðslu frestað.
Lagt fram.
5.6.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut
1008040
Nefndin samþykkir að tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að stöðvunarskylda skuli vera á umferð af lóðinni nr. 32 við Smiðjuvelli út á Þjóðbraut.
Lagt fram.
5.7.Kartöflugarðar 2010
1003132
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um flutning á kartöflugörðum bæjarins og fer jafnframt fram á við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 250 þúsund þannig að hægt sé að framkvæma nauðsynlegan undirbúning á árinu 2010.
Til máls tóku: HR, GPJ
Lagt fram.
5.8.Trjárækt í hestabeitarhólfi
1009053
Framkvæmdaráð samþykkir umrædda beiðni Björns á þeim nótum að plöntun sé heimil, enda verði gengið frá tímabundnum samningi þar um með nánari ákvæðum. Samningsdrögin verði síðan lögð fyrir framkvæmdaráð til staðfestingar.
Lagt fram.
5.9.Hundaeftirlit
1009048
Framkvæmdastjóri kynnti gögn varðandi málið frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 9.9.2010 og lögregluskýrslu vegna sama máls. Einnig kynnti framkvæmdastjóri kröfu HEV dags. 28.09.2010 þar sem krafa er gerð um að öll hundaleyfi til Margrétar verði afturkölluð svo og bréf sitt til Margrétar dags. 30.09.2010 þar sem hann tilkynnir fyrirhugaða afturköllun leyfa.
Einnig kynnti framkvæmdastjóri minnisblað sitt dags. 24.09.2010 ásamt fylgigögnum varðandi kvartanir Margrétar yfir dýraeftirlitsmanni. Niðurstaða framkvæmdastjóra eftir að hafa kynnt sér málsgögn m.a. með viðræðum við dýraeftirlitsmann, næsta yfirmann hans og fulltrúa HEV, er að ekki sé hægt að taka undir þau umkvörtunarefni Margrétar á dýraeftirlitsmann Akraneskaupstaðar, og ber framkvæmdastjóri fullt traust til Magnúsar Sigurðssonar, starfsmanns Akraneskaupstaðar sem sinnt hefur starfi dýraeftirlitsmanns, til að starfa áfram sem eftirlitsmaður og telur að ásakanir Margrétar séu ekki byggðar á staðreyndum, m.a. með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Framkvæmdaráð tekur undir álit framkvæmdastjóra hvað varðar störf dýraetirlitsmanns og hafnar þar með kröfu Margrétar Tómasdóttur sbr erindi hennar.
Lagt fram.
5.10.Götuljós.
1004013
Framkvæmdastjóri telur þennan sparnað ekki þess virði að halda honum áfram og bendir á að skerðingin kemur fyrst og fremst niður á þeim tíma sem börn eru á leið í og úr skóla og leggur til að Akraneskaupstaður færi aftur til fyrra horfs logtímann á Akranesi.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu framkvæmdastjóra.
Lagt fram.
5.11.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn félags hundaeigenda á Akranesi á tillögunni.
Til máls tóku: EB, GPJ
Lagt fram.
5.12.Rekstur Akranesvallar og -hallar og æfingasvæðis að Jaðarsbökkum.
1010008
Framkvæmdaráð samþykkir að boða bréfritara á fund við ráðið.
Til máls tók: ÞÞÓ og GPJ
Lagt fram.
6.Fjölskylduráð - 49
1009026
Fundargerðin lögð fram.
6.1.Heimsóknir í stofnanir Fjölskyldustofu haust 2010
1009114
6.2.Innflytjendamál
1009104
Anna Lára Steindal framkvæmdarstjóri og Shymali verkefnisstjóri Akranesdeildar mættu á fundinn 17:30 og fóru yfir verkefni deildarinnar og samstarfssamninginn Akraneskaupstaðar og Akranesdeildar RKÍ vegna þjónustu við innflytjendur. Fjölskylduráð mun skoða málið nánar og vísar þessu máli til fjárhagsáætlanagerðar.
Til máls tók: HR, KJ
Lagt fram.
6.3.Unglingaráð Akraness
1010011
Fjölskylduráð leggur til að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 16. nóvember kl. 17:00.
Til máls tók: HR
Lagt fram.
6.4.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.
905030
Skýrsla starfshóps er lögð fram. Starfshópurinn lagði þjónustu- og viðhorfskönnun fyrir foreldra/forráðamenn fatlaðra barna og ungmenna og fullorðna notendur þjónustu Akraneskaupstaðar. Unnið er að samantekt niðurstaðna og verður sú samantekt birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar ásamt skýrslunni. Fjölskylduráð vill þakka starfshópi fyrir vel unnin störf og greinagóða skýrslu.
Til máls tók: HR
Lagt fram.
6.5.Erindi félagsmálastjóra
1010027
Lagt fram.
6.6.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting
1010002
6.7.Aðalskipulag - endurskoðun
801023
7.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
Bæjarráð samþykkti erindið á fundi sínum 7. okt. s.l.
Til máls tóku: KJ og GPJ
Bæjarstjórn samþykkir erindið og jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt 9:0.
8.Bæjarráð - 3090
1010003
Fundargerðin lögð fram.
9.Dvalarheimilið Höfði - fjármögnun byggingar hjúkrunarrýma
1009005
Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og því verði vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2011.
Til máls tóku: HR, KJ og GPJ.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2011.
Samþ. 9:0
10.Lokauppgjör vegna byggingar verknámshúss Fjölbrautaskóla Vesturlands
1010033
Til viðræðna á fund bæjarráðs 7. okt. s.l. mætti Hörður Ó. Helgason, skólameistari.
Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lokauppgjör vegna framkvæmda við verknámshús bygginga- og mannvirkjagreina verði samþykkt, en hlutur Akraneskaupstaðar er kr.2.199.877 eða 74,92%. Lagt var til að fjármögnun yrði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Til máls tóku: ÞÞÓ, HR og GPJ
Bæjarstjórn samþykkir greiðslu á hlut Akraneskaupstaðar kr. 2.199.877 og samþykkir jafnframt að vísa fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þá samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu, f.h. Akraneskaupstaðar, um endurskoðun samnings sveitarfélaga um skólann og ræða við aðila samningsins ásamt skólameistara.
Samþ. 9:0
11.Kosningar vegna stjórnlagaþings
1010030
Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþ. 9:0
11.1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.
1003012
Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er hagnaður 185,5 mkr. á móti áætluðum hagnaði 191 mkr. Hagnaður með fjármagnsliðum nemur 329 mkr. á móti áætluðum hagnaði 299,8 mkr. Ath.: Fjárhagsáætlun hefur verið uppfærð með annarri endurskoðun og skýrir það breytingu frá síðasta milliuppgjöri.
Lagt fram.
12.Vökudagar og aðventa á Akranesi 2010.
1008026
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir jafnframt að vísa erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþ. 9:0.
13.Bókasafn - lengri opnunartími
1003173
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og var jafnframt lagt til að fjármögnun verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.
Til máls tók: KJ, EB og GPJ
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2011.
Samþ. 9:0
14.Leiksýning skólabarna - styrkbeiðni
1010032
Bæjarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 7. okt. s.l. og samþykkti að vísa því til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþ. 9:0
14.1.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2010
1010034
Lagt fram.
14.2.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut
1008040
Bæjarráð staðfesti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkti jafnframt að fara þess á leit við Sýslumanninn á Akranesi að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
14.3.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.
1009122
Bæjarráð samþykkti erindið á fundi sínum 7. okt. s.l.
Lagt fram.
15.Aðalskipulag - endurskoðun
801023
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, GRG og SK
Bæjarstjórn samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að gera tillögur að breytingu á aðalskipulagi Akraness og jafnframt leggja fram kostnaðaráætlun vegna verksins.
Samþykkt 9:0
16.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting
1010002
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á erindinu 9:0.
16.1.Sorphirða
903109
Bæjarráð samþykkti að fram fari sameiginlegt útboð fyrir þær stofnanir kaupstaðarins sem eru í þeirri aðstöðu að slíkt henti. Þær stofnanir sem eru í húsnæði þar sem sérstakt húsfélag annast samninga um sorphirðu fyrir fasteignina yrðu undanskildar.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir kostnaðarmati frá Skipulags- og umhverfisstofu vegna flokkunar sorps hjá einstökum bæjarstofnunum.
Til máls tóku: KJ, GPJ og HR
Lagt fram.
17.Bæjarstjórn - 1110
1009020
Fundargerðin staðfest 9:0.
17.1.Menningarráð Vesturlands - starfsemi
1009027
Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Menningarráðs Vesturlands um framkvæmd kynningarinnar.
Lagt fram.
17.2.Skógræktarfélag Akraness - fjárveiting
1008077
Bæjarráð samþykkti 7. okt. sl. að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um fyrirhugaða skoðunarferð.
Lagt fram.
17.3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010.
1010009
Lagt fram.
17.4.Fráveituframkvæmdir á Akranesi.
1010010
Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að boða fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur til viðræðna um málið.
Lagt fram.
17.5.Höfðasel - Akrafjallsvegur
1007019
Lagt fram. Bæjarráð samþykkti 7. okt. s.l. að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.
Til máls tók bæjarstjóri og lagði til þá breytingu á bókun bæjarráðs að óska eftir umsögn framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu.
Samþykkt 9:0
18.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.
1010013
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011.
Til máls tóku: SK
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.
Samþykkt 9:0.
19.Skagaleikflokkurinn - húsnæðismál
1009139
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Til máls tóku: KJ, ÁMJ
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og samþykkir jafnframt að vísa fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Samþ. 8:0
Hjá sat KJ
20.Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar árið 2010
1010037
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 7. okt. s.l. að vísa gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti 9:0
20.1.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010
1010035
Lögð fram.
20.2.Fundargerðir OR - 2010
1002247
Lögð fram.
20.3.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010
1007109
Fundargerðin staðfest.
21.Skipulags- og umhverfisnefnd - 32
1009021
Bæjarstjórn vísar til þegar samþykktra töluliða byggingarhluta fundargerðarinnar.
21.1.Skipulagsreglugerð - ábendingar sveitarstjórna
1009083
Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um samráð og ráðgjöf vegna umsagnar.
Niðurstaðan verði send nefndarmönnum til umfjöllunar.
Lagt fram.
Fundi slitið.
Til máls tóku: HR, KJ, EB, ÞÞÓ, GPJ, EBen.
Lagt fram.