Fara í efni  

Bæjarstjórn

1110. fundur 28. september 2010 kl. 17:35 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21. sept. 2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að fjárhæð 1,1 mkr. vegna viðhaldsverkefna Gámu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. sept. s.l. að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt að því verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt 9:0.

2.Bókasafn Akraness - tölvubúnaður

1008096

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, varðandi athugun á tölvubúnaði á Bókasafni Akraness, sem gerð var 26. ágúst s.l. Athugun leiddi í ljós að ekki svarar kostnaði að lagfæra tölvur á safninu og er óskað fjárveitingar að fjárhæð kr. 500.890 til endurnýjunar tölvubúnaðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. sept. s.l. að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt að því verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og samþykkir jafnframt að vísa því til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt 9:0.

3.Bæjarráð - 3088

1009010

Fundargerð 3088. fundar bæjarráðs frá 16. sept. 2010.

Til máls tóku GS, GPJ, bæjarstjóri, undir tl. 4, mál 1007020 - Orkuveita Reykjavíkur, eigendanefnd.

GS óskaði auk þess upplýsinga um kostnaðartölur vegna framkvæmda við þak Grundaskóla.

Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð - 3089

1009016

Fundargerð 3089. fundar bæjarráðs frá 23. sept. 2010.

Til máls tóku GS og bæjarstjóri undir tl. 8, mál 1009103 - Innheimta vatns- og fráveitugjalda.

Fundargerðin lögð fram.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 31

1009013

Fundargerð 31. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. sept. 2010.

Til máls tók ÞÞÓ undir tl. 1, 1007061 - Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar

Til máls tóku ÞÞÓ, GS undir tl. 4, 0810044 - Tjaldsvæðið í Kalmansvík

Fundargerðin lögð fram.

6.Stjórn Akranesstofu - 34

1009014

Til máls tóku IV og GS undir tl. 2, 0903133 - Kútter Sigurfari

IV, ÞV, EBen., GPJ tóku til máls varðandi fundarritun og fundargögn og lagði fram eftirfarandi tillögu:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 28. september 2010 að hér eftir verði fundargerðir bæjarins ítarlegri og meira upplýsandi fyrir þá sem lesa þær. Einnig skulu þau fundargögn sem lögð eru fram sem fylgiskjöl funda, og ekki eru trúnaðarmál, verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Þetta verði gert til að upplýsa bæjarbúa enn frekar um þau málefni sem tekin eru fyrir á vegum ráða, nefnda og bæjarstjórnar Akraness."

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

Þröstur Þór Ólafsson (sign)

Einar Benediktsson (sign)

Reynir Georgsson (sign)

Tillagan samþykkt 9:0.

Til máls tóku GS, GB undir tl. 1009018 - Garðakaffi.

GS lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Í tilefni að bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á 33. stjórnarfundi Akranesstofu þann 7. september 2010 og samþykkt stjórnar Akranesstofu á 34. fundi sínum þann 21. september s.l., þar sem stjórn Akranesstofu harmar fyrir sitt leyti hvernig staðið var að svokölluðu ?kaffivélarmáli?, óska ég undirritaður formlega eftir upplýsingum um það hvernig staðið var að sölu umræddrar kaffivélar. Ég óska eftir því að bæjarstjóri og endurskoðandi Akraneskaupstaðar fari yfir hvort eðlilega hafi verið staðið að þessu máli.

Einnig óska ég eftir sömu aðilum verið falið að skýra heimildir forstöðumanna bæjarins til sölu á búnaði og/eða hlutum í eigu Akraneskaupstaðar og leggi fram tillögu að reglum um það hvernig standa eigi að slíkri sölu til að tryggja betri stjórnsýslu samanber bókun stjórnar Akranesstofu á 34. stjórnarfundi hennar.

Undiritaður hefur ekki vitað til þess að aðrir en bæjarráð eða bæjarstjórn hafi haft heimild til sölu hluta og/eða muna í eigu Akraneskaupstaðar."

Gunnar Sigurðsson (sign)

Fundargerðin lögð fram.

7.Fundargerðir ritnefndar um sögu Akraness.

907067

Fundargerðir 74., 75., 76. og 77. funda ritnefndar um sögu Akraness frá 26/11 2009 og 7/4, 4/8 og 23/9 2010.

Fundargerðirnar lagðar fram.

8.Framkvæmdaráð - 44

1009011

Fundargerð 44. fundar framkvæmdaráðs frá 21. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

9.Fjölskylduráð - 48

1009015

Fundargerð 48. fundar fjölskylduráðs frá 21. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla 2010

1009149

Fundargerð 13. fundar skólanefndar Tónlistarskóla frá 16. sept. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

11.Bæjarstjórn - 1109

1009006

Fundargerð 1109. fundar bæjarstjórnar frá 14. sept. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00