Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

13. fundur 05. ágúst 2008 kl. 15:45 - 16:00

13. fundur stjórnar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. var haldinn í fundarherbergi bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 5. ágúst 2008 og hófst hann kl. 15:45.


Mætt:                             Karen Jónsdóttir, formaður,

                                      Gunnar Sigurðsson,

                                      Rún Halldórsdóttir,

Bæjarstjóri:                    Gísli S. Einarsson,

Bæjarritari:                    Jón Pálmi Pálsson.


 Bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, ritaði fundargerð.

 Fyrir tekið:

 1.          Samningur við Virkjun ehf um kaup á húsnæði fyrir bóka-, skjala- og ljósmyndasafn Akraneskaupstaðar að Dalbraut 1, Akranesi. 

Samningurinn gerir ráð fyrir kaupum og byggingu húsnæðis á Dalbraut 1 sem er samtals u.þ.b. 1094 m2 að stærð.  Kaupverð er 291.787.626.-  og skiptist á árin 2008 og 2009 og er að hluta til verðtryggt miðað við byggingarvísitölu í des 2007.  Sem hluta af kaupverði er gert ráð fyrir þeim möguleika að Heiðarbraut 40 (gamla bókasafnið) verði hluti að kaupverði í stað peningagreiðslu og þá metið sem 60 milljónir.  Af kaupverði falla til 200 millj. á árinu 2008, en 91,8 millj. á árinu 2009.

Bæjarstjóri, bæjarritari ásamt starfsmanni Endurskoðunarskrifstofu JÞH hafa farið yfir samninginn og þær breytingar sem gerðar hafa verið á honum frá fyrri samningi.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingunum og leggja þeir til að samningurinn verði samþykktur eins og hann er fram lagður.

Stjórn Fasteignafélagsins samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og mun taka ákvörðun á síðari stigum um nýtingu ákvæða laga um frestun á greiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmdarinnar.  Fyrri samningur er þannig ógildur.   Stjórn félagsins undirritaði síðan samninginn.    

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00