Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

635. fundur 07. janúar 2003 kl. 16:00 - 17:50

635. fundur félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild

Stillholti 16-18, þriðjud. 7. janúar  2003 og hófst hann kl.16:00.

______________________________________________________________

 

Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
 Margrét Þóra Jónsdóttir
 Tryggvi Bjarnason,
 Sæmundur Víglundsson
 Sigurður Arnar Sigurðsson.

Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir félagsmálastjóri og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.

______________________________________________________________

 

Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:

 

1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

2. Staðan fjárhagsaðstoðar í lok ársins 2002.
Lokastaða fjárhagsaðstoðar ársins 2002 er kr. 14.483.188,-.  Starfsmönnum félagsmálaráð falið að sundurliða fjárhagsaðstoðina og bera saman við niðurstöður síðasta árs.

 

3. Hækkun á kvarða fjárhagsaðstoðar.
Fjárhagsaðstoð fylgir hækkunum Tryggingabóta sem hækkuðu um 8% 1. janúar 2003. Þannig fer kvarðinn fyrir einstakling úr kr. 71.758,- í kr. 77.083,-.

 

4. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

5. Reglur um starfsemi dagmæðra.
Lagt fram bréf Sigrúnar Gísladóttur leikskólafulltrúa þar sem farið er fram á endurskoðun á reglum dagmæðra og tilnefningu fulltrúa frá félagsmálaráði til að koma að þeirri vinnu. Félagsmálaráð samþykkti erindið og tilnefni Margréti Þóru Jónsdóttur sem fulltrúa sinn.

    
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00