Félagsmálaráð (2002-2008)
657. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 6. janúar 2004 og hófst hann kl.16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Tryggvi Bjarnason
Guðný Sigurðardóttir
Sigurveig Stefánsdóttir
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Námsstyrkir
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Framfærsla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Viðbótarlán
Þann 1. janúar hækkar hámarksverð íbúða sem gilda fyrir veitingu viðbótarlána miðað við fjölskyldustærð:
Stærð fjölskyldu | Hámarksverð | |
Einstaklingur | kr. | 8.200.000 |
Tveir | kr. | 9.300.000 |
Þrír | kr. | 10.600.000 |
Fjórir | kr. | 11.600.000 |
Fimm eða fleiri | kr. | 13.300.000 |
Samþykkt voru sex viðbótarlán að upphæð kr. 14.505.000,-
4. Húsaleigubætur
Fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2003 voru greiddar kr. 5.043.709,-í húsaleigubætur. Samtals voru greiddar kr. 18.303.538,- í húsaleigubætur á árinu 2003.
5. Barnaverndarmál í hreppunum sunnan Skarðsheiðar
Barnaverndarmálin í hreppunum sunnan Skarðsheiðar eru frá 1. janúar 2004 komin úr umsjá barnaverndarvefndar Akraneskaupstaðar.
Fundi slitið kl. 17:10