Félagsmálaráð (2002-2008)
662. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 2. mars 2004 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Tryggvi Bjarnason
Margrét Þóra Jónsdóttir
Varamaður: Guðný Sigurðardóttir
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Leiguíbúðir
Starfsmönnum falið að ganga frá leigusamningi vegna íbúðar að Vallarbraut 1, en sú íbúð verður laus 15. mars n.k.
4. Bréf efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dags. 01.03.04 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingamálum verknámsnema.
Samþykkt að óska eftir því við Hörð Helgason skólameistara FVA að hann veiti félagsmálaráði umsögn um erindið.
5. Bréf félagsmálanefndar Alþingis dags. 01.03.04 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samstarf ríkis, sveitarfélaga og ýmissa rekstraraðila í heilbrigðis-, trygginga- og félagsmálum.
Lagt fram.
6. Húsaleigubætur
Málin rædd
Fundi slitið kl. 17:00