Félagsmálaráð (2002-2008)
697. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 20. september 2005 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson
Tryggvi Bjarnason
Sæmundur Víglundsson
Auk þeirra
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Dagforeldrar.
Félagsmálaráð óskar eftir því að Akraneskaupstaður greiði niður námskeiðskostnað fyrir dagforeldra í samræmi við tillögur Sigrúnar Gísladóttur öldrunarfulltrúa.
4. Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra.
Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af niðurskurði á þjónustu við fatlaða frá hendi Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi
5. Endurhæfingarsmiðja.
Mikil aðsókn hefur verið að Endurhæfingarsmiðjunni, en alls hafa borist 23 umsóknir. Endurhæfingarsmiðjan verður sett 26. september næstkomandi.
Fundi slitið kl. 17:00