Félagsmálaráð (2002-2008)
724. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, fimmtud. 4. janúar 2007 og hófst hann kl. 16:00.
Mættir voru: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Tryggvi Bjarnason
Anna Lára Steindal
Margrét Þóra Jónsdóttir
Auk þeirra
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
2. Sérstakar húsaleigubætur
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
3. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
4. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
5. Erindi frá Dyngjunni, áfangaheimili fyrir konur, dags. 27. 12. 2006. Árið 2006 dvöldu þrjár konur frá Akranesi á Dyngjunni. Óskað er eftir styrk frá Akraneskaupstað sem m.a. er reiknaður út frá fjölda kvenna frá Akranesi sem dvaldi hafa á Dyngjunni síðastliðið ár, að upphæð kr. 65.856,-
Félagsmálaráð mælir með því við bæjarráð að umbeðinn styrkur verði veittur.
6. Heimili til vistunar barna í neyðartilvikum
Samkvæmt tilmælum frá Barnaverndarstofu, óskar félagsmálaráð eftir leyfi bæjarráðs til þess að auglýsa eftir fjölskyldu á Akranesi sem væri tilbúin til að taka börn í neyðarvistun fyrirvaralaust. Áætlaður kostnður fyrir þessa þjónustu yrði um kr. 300.000,- á ári.
7. Tillögur um nýtt endurhæfingarúrræði á Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 8.12.2006 þar sem erindi vinnuhóps Akrnaneskaupstaðar og SHA er vísað til umfjöllunar félagsmálaráðs.
Lagt fram.
8. Hækkun á grunnupphæð fjárhagsaðstoðar
Frestað
9. Barnaverndartilkynningar
Fjöldi barnaverndartilkynninga árið 2006 voru 64 sem varðaði 83 börn. Fjöldi barnaverndartilkynninga hefur því fjölgað um 62,5% á milli ára.
Fundi slitið kl. 18:00