Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

104. fundur 18. desember 2012 kl. 16:30 - 17:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri fjölskyldustofu
Dagskrá

1.Húsnæðismál -

1209110

Sveinborg Kristjándóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

2.Húsnæðismál - áfrýjun 2012

1211031

Sveinborg Kristjándóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2012

1209073

Sveinborg Kristjándóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

4.Fjárahagsaðstoð - áfrýjun

1212126

Sveinborg Kristjándóttir félagsmálastjóri lagði fram mál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

5.Almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar

1211195

Bréf frá bæjarráði lagt fram, þar sem fjallað er um almennar ábyrgðir Akraneskaupstaðar. Lagt er til að í þeim tilvikum sem veittar eru ábyrgðir eða lán á vegum Akraneskaupstaðar, komi slík mál í öllum tilvikum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

6.Skóladansleikir og áfengismælar

1212093

Afrit af bréfi til Atla Harðarsonar skólameistara FVA frá Skagaforeldrum, Þórði Þórðarsyni formanni foreldrafélags FVA og Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála. Efni bréfsins er að lýsa óánægju sinni með að reglulegri notkun áfengismæla á skólaböllum NFFA hafi verið hætt og gæsla sé ekki jafn öflug og hún hefur verið. Fjölskylduráð hvetur skólayfirvöld í FVA að taka höndum saman með Skagaforeldrum til að koma í veg fyrir unglingadrykkju á dansleikjum skólans.

7.Launakostnaður vegna tilsjónar 2013

1211102

Á fundi bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn var þann 11. desember 2012, var m.a. fjallað um tillögu sem tekin var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember 2012:

,, Bæjarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að leggja tillögu fyrir bæjarráð, að samræmingu launakjara til starfsmanna kaupstaðarins sem starfa við tilsjón, heimaþjónustu fatlaðra, heimilisþjónustu og annarra sambærilegra starfa. Tillagan verði lögð fyrir bæjarráð eigi síðar en 1. febrúar 2013.??

Fjölskylduráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að koma með tillögu að samræmingu launakjara til starfsmanna fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00