Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Innritun í leikskóla 2013
1303012
2.Starfsemi leikskóla sumarið 2013
1303011
Við gerð fjárhagsáætlunar 2013 var ákveðið að þrír af fjórum leikskólum á Akranesi verði lokaðir í 5 vikur á komandi sumri. Leikskólarnir verða lokaðir frá 1. júlí til og með 5. ágúst. Starfsemi verður í leikskólanum Garðaseli fyrstu vikuna í júlí en það var eina vikan sem uppfylti lágmarks þátttöku barna. Ingunn fór yfir skipulag þeirrar starfsemi sem mun fara fram í leikskólanum Garðaseli.
3.Mótun skólastefnu
1201103
Á fundinn mættu kl. 17:05 Hrönn Ríkharsdóttir skólastjóri Grundaskóla, Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla, Elísabet Ingadóttir fulltrúi foreldra-Skagaforeldra og Elís Þór Sigurðsson fulltrúi starfsmanna.
Fjölskylduráð leggur til að stefnan verði í umsagnarferli á heimasíðu Akraneskaupstaðar í júlímánuði og lögð fyrir bæjarstjórn í lok ágúst.
4.Mótun lýðheilsustefnu
1209111
Stefnan verður send til umsagnar hjá hagsmunaaðilum. Fjölskylduráð leggur til að stefnan verði einnig í umsagnarferli á heimasíðu Akraneskaupstaðar í júlímánuði og lögð fyrir bæjarstjórn í lok ágúst.
5.Beiðni um grunnskólavist
1303120
Afgreiðsla trúnaðarmál.
Ingunn, Rósa og Árný viku af fundi kl. 17:46.
6.Skóladagatal 2013-2014
1303204
Fjölskylduráð samþykktir skóladagatal 2013-2014 fyrir sitt leyti. Skólastjórar beggja grunnskóla óska eftir að útskrift úr 10. bekk fari fram 5. júní 2014. Fjölskylduráð telur ekkert því til fyrirstöðu.
7.Ytra mat á grunnskólum - Brekkubæjarskóli
1302117
Í lokaorðum upplýsingabréfs til foreldra segir eftirfarandi;
Brekkubæjarskóli starfar á farsælan hátt í anda stefnu sinnar með dygðir að leiðarljósi sem birtast í námi og starfi.
Í framhaldi þessa mats verður matsskýrsla send skólanum og sveitarstjórn þar sem fram koma nánari niðurstöður ytra matsins. Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu ráðuneytis og Námsmatsstofnunar. Skóli og sveitarstjórn setja í framhaldi matsins fram áætlun um þær umbætur sem lagðar eru til og ráðuneytið fylgist síðan með að þeim sé framfylgt.
Fjölskylduráð fagnar niðurstöðu ytra mats á vegum Námsmatsstofnunar í Brekkubæjarskóla.
8.Verklagsreglur varðandi nemendamál í grunnskólum
1303137
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti en vísar reglunum til umsagnar í barnaverndarnefnd Akraneskaupstaðar. Fjölskylduráð telur að leggja beri mat á reglurnar þegar eins árs reynsla er komin á notagildi þeirra.
9.Sérdeild - starfsmannamál 2013-2014
1306101
Bréf frá Arnbjörgu Stefánsdóttur skólastjóra Brekkubæjarskóla var lagt fram þar sem óskað er eftir viðbótar ráðningu um 1.5% stöðugildi stuðningsfulltrúa og 1 stöðugildi kennara við sérdeildina vegna aukninga á nemendafjölda á næsta skólaári. Fjölskylduráð tekur vel í erindið en vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.
Hrönn, Arnbjörg, Elísabet og Elís Þór viku af fundi kl. 18:34.
10.Uppsögn á starfi
1306021
Fjölskylduráð þakkar Ólöfu fyrir farsæl störf í þágu Akraneskaupstaðar og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Á fundinn mættu Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri í Garðaseli áheyrnafulltrúi skólastjórnenda, Rósa Guðnadóttir áheyrnafulltri foreldra og Árný Örnólfsdóttir áheyrnafulltri starfsmanna. Foreldrar allra barna 2ja ára og eldri með lögheimili á Akranesi geta óskað eftir innritun í leikskóla. Innritun í leikskóla fer fram í samstarfi við leikskólastjóra og foreldra. Nokkuð hefur verið um að fjölskyldufólk er að flytja til og frá Akranesi.