Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2013
1304188
2.Umsókn um styrk - Skemmtismiðjan
1305143
Fjölskylduráð hafnar erindinu og felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra að svara erindinu.
3.Búsetuþjónusta 2013
1305149
Minnisblað frá Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs var lagt fram. Starfshópur hefur að undaförnu unnið að nýju skipulagi sem miðar að því að sameina búsetuþjónustu undir einn hatt. Gert er ráð fyrir að nýtt skipulag taki gildi 1. september nk.
4.Tónlistarskólinn, starfsemi 2012-2013
1305144
Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, áheyrnafulltrúi Hvalfjarðarsveitar, mættu á fundinn kl. 17:00. Lárus fór yfir starfsemi Tónlistarskólans á Akranesi. Lárus og Laufey viku af fundi kl. 17:40.
5.Fyrirspurn foreldra vegna æfinga hjá FIMA, vor 2013.
1301200
Á fundinn mættu kl. 17:42 Hörður Jóhannesson forstöðumaður íþróttamannvirkja, Jón Þór Þórðarsson íþróttafulltrúi ÍA og Hjörtur Hróðmarsson formaður FIMA. Rætt um hvernig hægt verði að bregðast við skerðingu á æfingartímum hjá FIMA. Fjölskylduráð mælist til að hlutaðeigandi aðilar ræði málin í upphafi hverrar annar. Hörður, Jón Þór og Hjörtur viku af fundi kl. 18:35.
Fundi slitið - kl. 18:35.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutun.