Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Starfsáætlun Þorpið 2013-2014
1308184
2.Tómstundaframlag - reglur
1308174
Breytingarnar félast í nafnabreytingu þar sem heitið ”Ávísun á öflugt tómstundastarf“ er breytt í ”Tómstundaframlag“. Einnig voru breytingar gerðar á eftirfarandi greinum og liðum: 1. Setningin ”Ávísun er send til allra barna og ungmenna á grunnskólaaldri og einnig næstu tveggja árganga á framhaldsskólaaldri (6-17 ára)“ er tekin út. Ný setning sett inn ”Upplýsingar um tómstundaframlag eru sendar í gegnum tölvukerfi grunnskólanna og með bréfi til foreldra elstu árganga“. 2. a) Setningin ”Starfsemin þarf að ná yfir að minnsta kosti 10 vikur á önn“ er breytt í ”Starfsemin þarf að ná að jafnaði yfir 10 vikur á önn“. 2. d) Setningin ”Þar getur verið um að ræða námskeið sem ná minnsta kosti yfir 10 vikur“ er breytt í ”Þar getur verið um að ræða námskeið sem nær að jafnaði yfir 10 vikur“.
3.Skema - fyrirspurn v/námskeiðs í tölvuleikjaforritun
1308128
Fjölskylduráð samþykkir umsóknina þar sem hún uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.
4.Vímulaus æska - umsókn um aðild að ávísun á öflugt tómstundastarf
1308186
Fjölskylduráð samþykkir umsóknina þar sem hún uppfyllir þau skilyrði sem sett eru.
5.Umsókn um styrk - VinstriHægriVinstri leikhópur
1308145
Fjölskylduráð vísar umsókn um styrk til umsagnar og afgreiðslu hjá skólastjórnendum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
6.Búsetuúrræði f. fatlaða
1306157
Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs fór yfir minnisblað um stöðu í búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að fylgja þeim fyrirætlunum í framkvæmd.
7.Fjöliðjan - skipurit og starfsmannahald
1205197
Fjölskylduráð samþykkir að umrædd störf verði auglýst til umsóknar.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Heiðrún Janusardóttir verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Lúðvík Gunnarsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi mættu á fundinn og fóru yfir starfssemi Þorpsins skólaárið 2013-2014. Heiðrún Lúðvík og Ruth viku af fundi kl. 17:45.