Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Félagsleg úrræði 2013 - framlag
1211107
2.Búsetuúrræði f. fatlaðra haust 2013
1306157
Framkvæmdastjóri kynnti tillöguna sem unnin hefur verið með starfsfólki búsetuþjónustunnar. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður verði ráðinn frá 1. ágúst og starfsmannaráðningar eigi sér stað í byrjun ágúst.
Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur fyrir þessari tillögu. Fjölskylduráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur.
3.Fjármál þjónustusvæðis 2013
1306008
Starfshópur á vegum SSV ásamt starfsmönnum SSV og framkvæmdastjóra fór á fund starfsmanna Jöfnunarsjóðs 18. júní og voru fjármál svæðisins rædd. Í kjölfarið voru þættir í upplýsingagjöf til ráðuneytisins sannreyndir og ekkert kom fram sem benti til þess að forsendur væru ekki réttar miðað við reiknireglur sjóðsins. Frekari skoðun mun fara fram og er þess vænst að gögn frá sjóðnum berist í kringum mánaðarmót.
Starfshópurinn mun gera tillögur til félagsþjónustusvæðanna þegar allar upplýsingar liggja fyrir.
4.Akstur fatlaðra - samkomulag eyðublað
1306166
Fjölskylduráð hefur engar athugasemdir við fyrirkomulagið.
5.Herdísarholt - samningur um búsetuþjónustu
1206122
Fundur var haldinn 20. júní og farið yfir forsendur. Rekstaraðilar fara fram á aukningu sem nemur kr. 300.000 á mánuði. Eins og áður hefur komið fram á fundum fjölskylduráðs eru ekki tök á að verða við því og einungis reiknað með hækkun skv. almennum verðlagsforsendum. Fulltrúi rekstraraðila óskaði þá eftir breytingum á forsendum samnings og að þær breytingar tæku gildi eins fljótt og auðið er.
6.Búsetuþjónusta fatlaðra
1306152
Afgreiðsla trúnaðarmál
Fundi slitið - kl. 18:15.
Framkvæmdastjóri kynnti stöðuna og leggur til ákveðið fyrirkomulag sem nær til áramóta. Í fyrirkomulaginu felst að annar forstöðumanna Hvers verði ráðinn í 100% starf frá 1. ágúst til áramóta. Einnig að ráðinn verði starfsmaður í hlutastarf í samvinnu við VMST. Gerður verði ráðningasamningur við starfsmenn Skagastaða til 6 mánaða annars vegar og þriggja mánaða hins vegar. Forsendur fyrir þessu eru að fjárveitingar og styrkir dugi til.