Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

118. fundur 04. júní 2013 kl. 16:40 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu
  • Svala Kristín Hreinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Stöðvun á nauðungarsölu án dómsúrskurðar

1305167

Bréf lagt fram frá Hagsmunasamtökum heimilanna sem beinir þeirri áskorun til sveitarfélaga á landsvísu að hefja sem fyrst aðgerðir til að stemma stigum við heimilisleysi í sveitarfélaginu, sem rekja má til skorts á aðgæslu að réttindum neytenda við nauðungasölur og aðrar fullnustuaðgerðir.

2.Fima - kvartanir vegna niðufellinga á æfingatímum

1305185

Bréf frá Herði Kára Jóhannessyni forstöðumanni íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar þess efnis að hafa sveigjanleika og viðbótar fjárveitingu til að bæta íþróttafélögum upp niðurfellingar á æfingatímum á helgum vegna viðburða eða móta annarra aðila í íþróttahúsinu að Vesturgötu um helgar. Fjölskylduráð vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar 2014.

3.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Fundahöld fjölskylduráðs sumarið 2013. Lagt er til að fjölskylduráð hafi einn aukafund í júní og verði fundurinn 25. júní. Einnig er lagt til að engir fundir verði í júlí að óbreyttu og að fyrsti fundur í ágúst verði 13. ágúst.

4.Fjármál fjölskyldustofu 2013

1306007

Farið var yfir fjárhagsstöðu ýmissa deilda Fjölskyldusviðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2013.

5.Fjármál þjónustusvæðis 2013

1306008

Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs lagði fram upplýsingar um fjármál þjónustusvæðis málefna fatlaðra á Vesturlandi fyrir árið 2013. Miðað við drög þjónusturáðsins að fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 á Vesturlandi vantar um 65 milljónir í framlög frá ríkinu til málaflokksins. Nefnd á vegum SSV vinnur að lausn málsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00