Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Vinnuskóli Ársskýrsla 2008
902025
2.Starfsskýrsla 2008
902135
Ársskýrsla lögð fram. Fjölskylduráð þakkar greinargóðar upplýsingar.
Svala vék af fundi.
3.Greinagerð - samningur vegna þjónustu við innflytjendur 2007-2009.
811085
Fjölskylduráð felur framkvæmdastjóra að leggja drög að nýjum samningi fyrir á næsta fundi.
4.Skólanefnd Tónlistarskóla - 8
901002
Fjölskylduráð staðfestir fundargerð skólanefndar Tónlistarskólans á Akranesi.
5.Sumarvinna ungs fólks á Akranesi
902014
Fjölskylduráð þakkar fyrir bréf Unglingaráðs Akraness. Fjölskylduráð gerir sér grein fyrir að aukin aðsókn mun verða í Vinnuskóla Akraness á komandi sumri. Ákvörðun verður tekin um fyrirkomulag þegar fjöldi umsókna liggur fyrir um mánaðarmótin apríl - maí.
6.Nýr grunnskóli - gagnfræðaskóli
902017
Fjölskylduráð þakkar fyrir bréfið. Vegna núverandi aðstæðna eru áform um byggingu nýs skólahúsnæðis í biðstöðu. Fjölskylduráð mun hafa samráð við Unglingaráðið þegar málið verður tekið upp að nýju.
7.Unglingaráð Akraness fagnar ákvörðun Bæjarstjórnar Akraness.
902016
Fjölskylduráð þakkar bréfið. Fjölskylduráð lýsir ánægju sinni með Unglingaráðið fylgist með ákvörðunum bæjarstjórnar og hvetji til góðra verka.
8.Samræmd próf 2008
902130
Fjölskylduráð óskar eftir skriflegri greinargerð frá skólastjórum grunnskólanna um hvernig niðurstöður 4. og 7. bekk eru hagnýtt í skólastarfi. Með nýjum grunnskólalögum eru samræmd próf í 10. bekk lögð niður en í staðinn verða könnunarpróf lögð fyrir í snemma á haustönn. Nemendur í núverandi 10. bekk munu þó taka þessi próf í vor.
9.Skóladagatal 2009 -2010
902132
Vísað til umsagnar skólaráða grunnskóla.
10.Skólastjórafélag Vesturlands - áskorun um að halda grunnþjónustu skólastarfs óskertu.
902136
Lagt fram.
11.Forstöðumenn stofnana - bréf vegna breytinga á fjárhagsáætlun 2009
901149
Málin rædd.
Fundi slitið.
Ársskýrslan lögð fram. Fjölskylduráð þakkar greinargóðar upplýsingar. Rekstrarstjóri vinnuskólans verður boðaður á fund með fjölskylduráði.