Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Verklagsreglur leikskóla
902012
2.Sumarlokun leikskóla sumarið 2009
902011
Á síðasta fundi fjölskylduráðs var ákveðið að leita samráðs við foreldraráð leikskólanna og var haldinn fundur með þeim sl. mánudag. Á þeim fundi var ákveðið að gera könnun meðal foreldra leikskólabarna og kanna hvaða fjögurra vikna tímabil hentaði foreldrum best. Foreldraráðin vilja halda fundi með foreldrum áður en könnunin verður send út. Drögum að foreldrakönnun var dreift á fundinum. Foreldraráðin telja að hver leikskóli eigi að haga sumarlokun í samræmi við óskir meirihluta foreldra. Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu foreldraráðanna. Í könnuninni verður einnig spurt um viðhorft foreldra til þess hvort æskilegra sé að að hafa fjórða skipulagsdaginn eða loka leikskólunum frá kl. 14:00 fjóra föstudaga yfir skólaárið. Í könnuninni verður einnig kannað hvort foreldrar hafa hug á að barnið taki lengra sumarfrí en 4 vikur. En í verklagsreglum leikskóla er kveðið á um að leikskólabörn skulu taka 4 vikna samfellt sumarfrí. Reiknað er með að ákvörðun um sumarlokun liggi fyrir í byrjun mars.
3.Leikskólar - endurskoðun gjaldskrár
901143
Málinu frestað.
Fundi slitið.
Fundarstjóri bauð áheyrnarfulltrúa leikskóla velkomna til fyrsta fundar með fjölskylduráði. Fundarmenn höfðu fengið gildandi verklagsreglur leikskóla sendar ásamt tillögum að endurskoðuðum reglum. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.