Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

38. fundur 05. maí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Brekkubæjarskóli - Starfsmannahald og röðun deildarstjóra

1004099



Framkvæmdastjóri lagði fram bréf frá skólastjóra Brekkubæjarskóla þar sem óskað er eftir viðbótar starfsmanni í sérdeild vegna fjölgunar í deildinni auk breytingu um röðun deildarstjóra. Fjölskylduráð mælir með erindinu sem verður sent til bæjarráðs.

2.Frumvarp til laga - húsaleigubætur

1004083


Lagt fram.

3.Styrkur til félaga - úthlutun 2010.

1004068


Framkvæmdastjóri lagði fram útreikninga vegna umsókna tómstunda og íþróttafélaga um styrk vegna ársins 2009.

4.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064



Á bæjarstjórnarfundi 27. apríl lagði Guðmundur Páll Jónsson fram tillögu um að draga úr skerðingu sem leikskólarnir sættu á veikindaafleysingu og vegna forfallakennslu í grunnskólunum. Tillagan gengur út á að bæta 25% af skerðingunni. Tillagan var rædd. Fjölskylduráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að skerðing forfallakennslu grunnskólanna verði bætt um 35% í stað 25% frá og með 1. júni. Fjölskylduráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til þessarar tillögu við næstu endurskoðun fjárhagsáætlunar í júní n.k.

5.Fjölskyldustofa - átaksverkefni sumarið 2010

1005013



Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir tillögur að átaksverkefnum sem tilheyra Fjölskyldustofu. Fjölskylduráð leggur til að opnaður verði gæsluvöllur í júlí og það verði eitt af átaksverkefnum.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00