Fara í efni  

Fjölskylduráð (2009-2014)

48. fundur 21. september 2010 kl. 16:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Heimsóknir í stofnanir Fjölskyldustofu haust 2010

1009114

Fjölskylduráð hefur ákveðið að heimsækja þær stofnanir sem heyra undir ráðið. Byrjað verður með að heimsækja leik- og grunnskóla Akraneskaupstaðar.

Fjölskyduráð heimsótti í dag leikskólannTeigasel og Brekkbæjarskóla.

2.erindi félagsmálastjóra

1009106

Sveinborg Kristjánsdóttir mætti á fundinn 17:40 og lagði fram erindi/erindi trúnaðarmál. Afgreiðsla trúnaðarmál.

3.Fjölskylduráð - starfshættir 2010-2014

1006100

Skólastjórar grunnskólanna hafa óskað eftir að áheyrnarfulltrúar foreldra frá báðum grunnskólunum verði boðaðir þegar málefni grunnskólanna eru til umfjöllunar hjá Fjölskylduráði. Einnig að boðaðir verði bæði aðal og varamenn áheyrnarfulltrúa starfsmanna af sama tilefni.

Erindið samþykkt.

4.Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna

1009054

Á hverju sumri sækja nokkrir fatlaðir einstaklingar sumardvöl í Reykjadal í Mosfellsbæ. Fram er komin ósk um þátttöku Akraneskaupstaðar vegna sumardvalar fatlaðra einstaklinga sem búsettir eru á Akranesi.

Erindið samþykkt.

5.Velferð barna og ungmenna í skólum

1009043

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent bréf til skólanefnda, skólastjóra og fleiri þar sem kynnt er aðkoma ráðuneytisins að átaki gegn einelti bæði í skólum og vinnustöðum. Ráðherra hvetur í bréfi sínu til stöðugrar árveki í velferðarmálum barna.

Bréfið lagt fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00