Fjölskylduráð (2009-2014)
1.Erindi félagsmálastjóra
908084
2.Unglingalandsmót UMFÍ 2012
1001168
Stjórn UMFÍ hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem auglýst er eftir sveitarfélagi sem vill halda Unglingalandsmót 2012. Fjölskylduráð samþykkir að senda bréf UMFÍ til Ungmennafélagsins Skipaskaga til umsagnar. Fjölskylduráð óskar eftir svari fyrir 15. apríl 2010.
3.Samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsmál - drög að samningi milli Akraness og Borgarbyggðar.
1001024
Farið yfir drög að samningi milli Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar um íþrótta- og æskulýðsmál sem bæjarráð sendi til umsagnar til fjölskylduráðs. Fjölskylduráð telur mikilvægt að gott samstarf verði áfram milli sveitarfélaganna á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Fjölskylduráð telur að íþróttafélögin eigi að hafa milliliðalaust samstarf sín á milli sem og æskulýðsfélög og félagsmiðstöðvar bæjarfélaganna. Fjölskylduráð telur að fyrirliggjandi drög séu ekki í þeim anda.
4.Samningur um sumarnámskeið 2010
1002044
Framkvæmdastjóri kynnti drög að samningi við Skátafélag Akraness og Akraneskaupstaðar um sumarnámskeið fyrir börn. Fjölskylduráð samþykkir samninginn.
5.Starfsskýrsla 2009.
1002002
Lögð fram
6.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2010- jan.
1002045
Lögð fram.
7.Þjónusta sem varðar börn - niðurskurður hjá sveitarfélögum
1001042
Lagt fram.
Fundi slitið.
Á fundinn mættu Sveinborg Kristjánsdóttir og Hrefna Rún Ákadóttir og lögðu fram erindi. Afgreiðsla trúnaðarmál.