Fjölskylduráð (2009-2014)
Dagskrá
1.Fjölskylduráð 2014-2018 starfshættir
1406140
Með fundarboði fylgdi yfirlit yfir helstu lög og reglugerðir sem falla undir verkefni fjölskylduráðs.
2.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2014
1405176
Á fundi bæjarráðs 10. júlí sl. var fjallað um rekstrarstöðu Akraneskaupstaðar og eftirfarandi bókað:
Bæjarstjóra falið að óska eftir tillögu og áætlun frá fjölskyldusviði/ráðu varðandi málaflokka fatlaðra og barnavernd
Bæjarstjóra falið að óska eftir tillögu og áætlun frá fjölskyldusviði/ráðu varðandi málaflokka fatlaðra og barnavernd
Bylgja Mist Gunnarsdóttir forstöðumaður búsetuþjónustu mætti á fundinn kl. 17:10. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra um málefni fatlaðra og útgjaldaþörf í búsetuþjónustu til áramóta. Bylgja vék af fundi kl. 17.50.
Staða fjármála vegna barnaverndar. Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað þar sem skýrðar eru ástæður fyrir aukinni fjárþörf í barnavernd en aukinn kostnaður er einkum vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og vistunar barna.
Málin verða tekin til afgreiðslu á næsta fundi fjölskylduráðs 19. ágúst nk.
Staða fjármála vegna barnaverndar. Félagsmálastjóri lagði fram minnisblað þar sem skýrðar eru ástæður fyrir aukinni fjárþörf í barnavernd en aukinn kostnaður er einkum vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og vistunar barna.
Málin verða tekin til afgreiðslu á næsta fundi fjölskylduráðs 19. ágúst nk.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Fjölskylduráð samþykkir að málskotsnefnd sem starfaði með fyrra fjölskylduráði starfi til 31.12.2014 eða þar til annað verður ákveðið. Fulltrúar í málskotsnefnd verða Anna María Þórðardóttir og Hjördís Hjartardóttir. Helga Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mun starfa áfram með málskotsnefndinni.