Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

29. fundur 16. febrúar 2010 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Félag hundaeigenda á Akranesi

1002158

Bréf félags hundaeigenda á Akranesi dags. 8. febrúar 2010. Nýstofnað félag á Akranesi óskar eftir samvinnu við bæjaryfirvöld þar sem unnið verði að málefnum hunda og eigenda þeirra þannig að allir geti vel við unað. Viðræður við formann stjórnar félagsins, Snorra Guðmundsson.

Málið rætt.

2.Hundahald - breyting á samþykkt 2010

1001064

Bæjarstjórnin hefur falið Framkvæmdaráði að yfirfara núverandi reglur og leggja tillögur um breytingar þeirra fyrir bæjarstjórn innan hæfilegs tíma. Framkvæmdaráð skal hafa samráð við félag hundaeigenda á Akranesi við þessa endurskoðun. Minnispunktar framkvæmdastjóra dags.16. febrúar 2010 um hundamál.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnispunktunum framkvæmdastjóra hvað varðar skipan starfshóps. Framkvæmdastjóri vinni með starfshópnum. Jafnframt leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að Framkvæmdaráði verði veitt fullnaðarafgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr 49. greinar um samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Afturköllun hundaleyfis 141 og 162.

1001120

Bréf bæjarráðs dags. 5. febrúar 2010 þar sem bæjarráð óskar eftir umsögn Framkvæmdaráðs á beiðni leyfishafa um endurnýjun leyfis í ljósi þess að viðkomandi er að flytjast úr núverandi húsnæði. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um sama mál dags. 12. febrúar 2010.

Framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til endurnýjunar leyfis miðað við núverandi aðstæður og bendir á að viðkomandi aðili geti komið hundunum í fóstur á meðan núverandi búsetuaðstæður eiganda hundanna eru til staðar.

4.Sandahús - endurgerð

1001118

Bréf bæjarstjórnar dags. 4. febrúar 2010, þar sem tilkynnt er að Framkvæmdastofu er faið að undirbúa og annast endurgerð Sandahúss.

Málið rætt.

5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.

912005

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við KFÍA.

6.Grundaskóli / Kennslueldhús/ Undirbúningur framkvæmda

1001014

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Mannvit hf og tilboð þeirra í hönnun og gerð útboðsgagna.


Framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi aðila um verkið.

7.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.

805035

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Almennu Verkfræðistofuna hf og tilboð þeirra í hönnun og gerð útboðsgagna.



Framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi aðila um verkið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00