Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Félag hundaeigenda á Akranesi
1002158
2.Hundahald - breyting á samþykkt 2010
1001064
Framkvæmdaráð samþykkir tillögu sem fram kemur í minnispunktunum framkvæmdastjóra hvað varðar skipan starfshóps. Framkvæmdastjóri vinni með starfshópnum. Jafnframt leggur framkvæmdaráð til við bæjarstjórn að Framkvæmdaráði verði veitt fullnaðarafgreiðsluheimild til að afgreiða hundamál sbr 49. greinar um samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
3.Afturköllun hundaleyfis 141 og 162.
1001120
Framkvæmdaráð telur ekki ástæðu til endurnýjunar leyfis miðað við núverandi aðstæður og bendir á að viðkomandi aðili geti komið hundunum í fóstur á meðan núverandi búsetuaðstæður eiganda hundanna eru til staðar.
4.Sandahús - endurgerð
1001118
Málið rætt.
5.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - rekstur íþróttavallar.
912005
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við KFÍA.
6.Grundaskóli / Kennslueldhús/ Undirbúningur framkvæmda
1001014
Framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi aðila um verkið.
7.Íþróttahús Vesturgötu 130-Klæðning lágbygginga.
805035
Framkvæmdastjóra falið að ræða við viðkomandi aðila um verkið.
Fundi slitið.
Málið rætt.