Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

67. fundur 03. nóvember 2011 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir (GB) varamaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Jörundarholt - göngu- og hjólastígar

1110300

Erindi frá Halldóri Stefánssyni um ástand göngu- og hjólastíga við Jörundarholt og beiðni um endurbætur.

Framkvæmdaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2012. Framkvæmdastofa mun vinna kostnaðaráætlun fyrir verkið.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Íris Reynisdóttir gerir grein fyrir hugmyndum að verkefnum næsta árs.

Framkvæmdaráð þakkar fyrir vel framsetta kynningu á verkefnum og áherslum framkvæmdastofu við gerð fjáhagsáætlunar 2012.

3.Gjaldskrár íþróttamannvirkja

906162

Umfjöllun um gjaldskrá.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra og forstöðumanni Íþróttamannvirkja að kanna forsendur fyrir gjaldskrárbreytingum í ljósi nýrra reglna um öryggi á sundstöðum.

4.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

Rekstrarstaða pr. 31. okt. 2011 lögð fram.

Lagt fram.

5.Bíóhöllin - endurnýjun sýningartækja

1111018

Málinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2012.

6.Aðkeypt þjónusta Framkvæmdastofu

1111024

Umfjöllun um verklag Framkvæmdastofu við val á þjónustuaðilum til smærri verkefna.

Framkvæmdastjóri mun leggja tillögur um verklag fyrir næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00