Framkvæmdaráð (2009-2014)
1.Bókasafn Dalbraut 1.
902001
2.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.
810068
Lögð fram.
3.Garðasel - þakviðgerð
901161
Afgreiðslu frestað.
4.Viskubrunnur - undirbúningur
901156
Málið rætt.
5.Stígur við Kirkjugarð yfirborðsfrágangur
904018
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Þróttar ehf í verkið. Tilboð Þróttar var kr. 3.255.000.- í verkið. 7 aðilar buðu í verkið, og var hæsta boð kr. 4.943.600.- Kostnaðaráætlun var kr. 4.936.650.- Í fjárhagsáætlun ársins 2009 var gert ráð fyrir fjárveitingu að upphæð 2 milljónir. Framkvæmdaráð samþykkir að færa til fjárveitingu til verksins af fjárveitingu sem áætluð var til framkvæmdar við hljóðmön við Ketilsflöt, samtals að fjárhæð 2 milljónir þannig að hægt sé að framkvæma verkið.
6.Þjónustusamningar á vegum Framkvæmdastofu - uppsögn samninga
901147
Málið rætt.
7.Fjárhagsáætlun 2009
901179
Rætt um bifreiðamál framkvæmdastofu. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram minnisblað með tillögum að lausnum í málinu.
8.Hljóðmön meðfram Ketilsflöt
904046
Framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmdastofu að framkvæma verkið eins og það er lagt upp í minnisblaðinu.
Fundi slitið.
Verkfundargerð frá 7.04.2008 lögð fram. Runólfur gerði grein fyrir úttektum byggingarfulltrúa og slökkvistjóra á byggingarhlutum Dalbrautar 1 sem komnir eru í notkun. Einnig var farið yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu bókasafns, en nú liggur fyrir að tryggingarfélagið og verktaki hafa lagt til ákveðna tilhögun á verkinu á eldri hluta húsnæðisins undir bókasafn með það í huga að þær endurbætur verði fullnægjandi í framhaldi af brunatjóni. Notaðar verði aðrar aðferðir við nýrri hluta byggingarinnar. Framkvæmdaráð telur nauðsynlegt að staðið verði eins að framkvæmd endurbóta nýrri hluta húsnæðisins eins og fyrirhugað að gera á eldri hluta hússins.