Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

17. fundur 28. ágúst 2009 kl. 17:15 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - leigusamningur við Íþróttabandalag Akraness

908025

Framlenging á eldri samningi um leigu á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum vegna reksturs heilsuræktarstöðvar.

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn. Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að ganga frá málinu.

2.Framkvæmdastofa - breyting á vinnufyrirkomulagi.

907013

Bréf bæjarráðs dags. 6. júlí varðandi breytt vinnufyrirkomulag Framkvæmdastofu, fækkun stöðugilda.

Með hliðsjón af samþykkt bæjarstjórnar frá 19. ágúst 2009 eru nýjar ákvarðanir teknar varðandi starfskjör starfsmanna Framkvæmdastofu og fyrri aðgerðir í hagræðingarmálum afboðaðar. Í ljósi þess er ekki tilefni til frekari aðgerða á grundvelli erindis bæjarráðs.

3.Íþróttahúsið við Vesturgötu og Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður.

908019

Bréf bæjarráðs frá fundi 20. ágúst 2009, þar sem beiðni um aukafjárveitingu er hafnað vegna klukkukaupa í íþróttahúsið Vesturgötu svo og bréf bæjarráðs dags. 28. ágúst 2009, varðandi erindi Sundfélags Akraness dags. 25. ágúst 2009 um endurnýjun brautarlína í sundlaug.


Erindi lögð fram og rædd. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

4.Framkvæmdastofa - Rekstrarstaða 2009

908018

Rekstrarstaða 1/1 - 31/7 2009 ásamt bréfi framkvæmdarstjóra dags. 28. ágúst 2009.






Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmdaráð samþykkir að senda málið til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs og eftir atvikum aðalskrifstofu.

5.Reiðveganefnd - viðræður

906009

Bréf Reiðveganefndar Hestamannafélagsins Dreyra dags. 15. ágúst 2009 varðandi uppbyggingu og viðhald reiðstíga.


Framkvæmdastofu falið að kostnaðarmeta framkvæmdir við reiðleiðir og merkingar á þeim leiðum. Framkvæmdaráð mun taka fyrir beiðni um framkvæmdasamning þegar umbeðnar upplýsingar eru fyrirliggjandi.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00