Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

13. fundur 23. júní 2009 kl. 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Reiðveganefnd - viðræður

906009

Á fundinn mættu til viðræðna þeir Stefán Jónsson og Ari Jóhannesson fulltrúar Hestamannafélagsins Dreyra.

Reiðveganefnd mun leggja fyrir framkvæmdaráð áætlanir um merkingar og lagfæringar reiðvega.

2.Framkvæmdastofa- hagræðing og sparnaður.

906084

Á fundinn kom Hörður Jóhannesson


Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

3.Götusópun

904124

Framkvæmdaráð hafnar öllum þeim verðboðum sem fram komu í verkið. Framkvæmdastjóra framkvæmdastofu falið að vinna að málinu

4.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.

811111


Framkvæmdaráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við texta í fyrirliggjandi drögum.

5.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Fundargerðir verkfunda nr. 15, 16 og 17 frá 19. maí, 2. júní og 16. júní 2009.

Lagðar fram.

6.Ræsting - verksamningar Akraneskaupstaðar

902209

Drög að verksamningi við Ágústu Árnadóttur um ræstingu í leikskólanum Teigaseli.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð samþykkir verksamninginn og felur framkvæmdastjóra undirritun hans.

7.Ræsting - verksamningar Akraneskaupstaðar

902207

Drög að verksamningi við Huldu Sigurðardóttur um ræstingu í leikskólanum Vallarseli.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð samþykkir verksamninginn og felur framkvæmdastjóra undirritun hans.

8.Laugarbraut, framkvæmdir vegna lagningar ljósleiðara

906113

Bréf Guðjóns S. Brjánssonar, dags. 15. júní 2009, varðandi brot og rask við Laugarbraut í tengslum við lögn ljósleiðara í hverfið og staðsetningu skilta.

Framkvæmdaráð þakkar ábendingar bréfritara, en í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun ársins til verka sem hér um ræðir, getur framkvæmdaráð ekki orðið við erindinu hvað varðar endurbætur á gangstéttum. Framkvæmdastjóra falið að taka til skoðunar ábendingu varðandi staðsetningu skilta.

9.Fjárveiting vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði 1. hæð Stillholti 16-18.

906115

Samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá fundi 16. júní 2009 um ráðstöfun allt að 30 mkr. til framkvæmda við breytingar á 1. hæð, Stillholti 16-18.

Lagt fram.

10.Rekstraruppgjör - Framkvæmdastofa

906141

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 19. júní 2009, varðandi rekstraruppgjör Framkvæmdastofu tímabilið janúar - maí 2009.


Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Framkvæmdaráð vísar málinu til bæjarráðs og aðalskrifstofu til skoðunar og umfjöllunar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00